Vörumynd

Litli prinsinn

Antoine de Saint-Exupéry

Litli prinsinn kom fyrst út árið 1943 og fór þá strax sigurför um heiminn. Nú er bókin talin meðal sígildra verka og er gefin út aftur og aftur á fjölmörgum þjóðtungum. Þessi einstæða saga á erindi við alla, unga sem gamla. Þar fléttast saman draumur og veruleiki, einfaldleiki og dul, létt gaman og djúp alvara sem vekur stöðugt til umhugsunar.

Höfundurinn, Antoine de Saint-Exupéry, fæddist í…

Litli prinsinn kom fyrst út árið 1943 og fór þá strax sigurför um heiminn. Nú er bókin talin meðal sígildra verka og er gefin út aftur og aftur á fjölmörgum þjóðtungum. Þessi einstæða saga á erindi við alla, unga sem gamla. Þar fléttast saman draumur og veruleiki, einfaldleiki og dul, létt gaman og djúp alvara sem vekur stöðugt til umhugsunar.

Höfundurinn, Antoine de Saint-Exupéry, fæddist í Lyon í Frakklandi árið 1900 og var kunnur flugmaður og rithöfundur. Flugið heillaði hann, þar sá hann möguleika til að færa saman fólk og þjóðir. Í huga hans var ekkert eins mikilvægt og vinátta og mannskilningur, eins og kemur fram í Litla prinsinum. Skömmu áður en Frakkland var leyst úr ánauð var flugvél Saint-Excupérys skotin niður á könnunarflugi og hann hvarf í djúp Miðjarðarhafsins árið eftir að sagan um litla prinsinn hóf sigurför sína.

Litmyndir við söguna gerði höfundurinn sjálfur.

Þórarinn Björnsson íslenskaði.

Verslaðu hér

  • Salka
    Salka bókabúð og útgáfa 776 2400 Hverfisgötu 89-93, 101 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt