Vörumynd

Lof lyginnar

Lof lyginnar er háðsádeila af þeirri gerð sem nefnd hefur verið trúðskaparmál, sniðin eftir bók Erasmusar Lofi heimskunnar , sem einnig er Lærdómsrit, og mun vera eina slíka verkið sem kunnugt er að hafi verið ritað á Norðurlöndum fyrr á öldum. Bókin þykir meðal annars merkileg fyrir þær sakir að þar gætir í fyrsta sinn eftir siðaskipti gagnrýnisanda gagnvart rétttrúnað...

Lof lyginnar er háðsádeila af þeirri gerð sem nefnd hefur verið trúðskaparmál, sniðin eftir bók Erasmusar Lofi heimskunnar , sem einnig er Lærdómsrit, og mun vera eina slíka verkið sem kunnugt er að hafi verið ritað á Norðurlöndum fyrr á öldum. Bókin þykir meðal annars merkileg fyrir þær sakir að þar gætir í fyrsta sinn eftir siðaskipti gagnrýnisanda gagnvart rétttrúnaði kirkjunnar í íslenskum bókmenntum.

Þorleifur Halldórsson hafði á sinni tíð mikið orð á sér fyrir gáfur og lærdóm, hann var studdur til mennta af Jóni Vídalín og umgekkst á námsárum sínum í Kaupmannahöfn nokkra mestu frammámenn í menningarlífi borgarinnar. Hann lést aðeins þrítugur að aldri árið 1713, þá tiltölulega nýorðinn rektor Hólaskóla, en Lof lyginnar skrifaði hann um tvítugt á siglingu sinni til háskólanáms í Kaupmannahöfn og þá á latínu.

Í verkinu stígur Lygin fram persónugerð og flytur sjálfri sér varnarræðu. Henni þykir þarft að benda mönnum á mikilvægi sitt og árétta að öll svið mannlífsins séu lituð af lygi og tilgerð allt frá því að lygi breytti hinum fyrsta manni í aldingarðinum Eden. Það að vera maður er því að vera lygari.

Með bókinni fylgir fróðlegur inngangur Halldórs Hermannssonar um ævi Þorleifs, tíðarandann í upphafi 18. aldar og upphaf þeirrar bókmenntagreinar sem Lof lyginnar fellur undir.

Verslaðu hér

  • Forlagið bókaútgáfa 575 5600 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt