Vörumynd

Apple TV 4K 2nd Gen

Apple

Apple kynntu glænýja og uppfærða útgáfu með nýjum A12 Bionic örgjörva þeim sem og keyrði iPhone XS, XS Max og iPad spjaldtölvuna sem kom út í fyrra.
Útlitið er það sama og á fyrra Apple TV en nú getur Apple TV spilað HDR myndefni enn betur því að getur spilað fleiri ramma á sekúndu af slíku efni. Einnig getur nýtt og uppfært Apple TV spilað Dolby Vision myndbönd beint af símanum...

Apple kynntu glænýja og uppfærða útgáfu með nýjum A12 Bionic örgjörva þeim sem og keyrði iPhone XS, XS Max og iPad spjaldtölvuna sem kom út í fyrra.
Útlitið er það sama og á fyrra Apple TV en nú getur Apple TV spilað HDR myndefni enn betur því að getur spilað fleiri ramma á sekúndu af slíku efni. Einnig getur nýtt og uppfært Apple TV spilað Dolby Vision myndbönd beint af símanum þínum í gegnum AirPlay í 60 römmum á sekúndu. Þannig er ekkert hökt og myndböndin spilast beint úr iPhone símanum þínum silkimjúk og fín í bestu mögulegu gæðum. Nýtt og uppfært Apple TV getur svo litaleiðrétt sig með hjálp nema iPhone símans sem skoðar umhverfi sjónvarpsins og segir Apple TV að stilla sig rétt að umhverfi sínu. Tæknin maður!
En stóra fréttin fyrir mörg okkar er ekki að Apple hafa uppfært örgjörva Apple TV eða að það geti spilað fleiri ramma á sekúndu. Apple uppfærðu fjarstýringuna, það tæki sem mörg okkar elska að hata. Núna svipar hún til eldri fjarstýringa Apple, það eru komnir takkar og hún ætti að vera talsvert þægilegri í notkun fyrir alla. Gleðiefni segi ég og skrifa.

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt