Vörumynd

Úr leyni-Guðmundur Óli og Ragnar Ingi

Eftir að hafa legið í leyni í 38 ár gerist sá forvitnilegi atburður í þessari viku að upptökur af lögum tónlistarmannsins og garðyrkjubóndans Guðmundar Óla Ingimundarsonar, við texta ljóðskáldsins og fræðimannsins góðkunna, Ragnars Inga Aðalsteinssonar, koma nú loksins út á hljómplötu. Alls voru tekin upp níu verk og gætir mikillar fjölbreytni í tónlist Guðmundar Óla og textum Ra...

Eftir að hafa legið í leyni í 38 ár gerist sá forvitnilegi atburður í þessari viku að upptökur af lögum tónlistarmannsins og garðyrkjubóndans Guðmundar Óla Ingimundarsonar, við texta ljóðskáldsins og fræðimannsins góðkunna, Ragnars Inga Aðalsteinssonar, koma nú loksins út á hljómplötu. Alls voru tekin upp níu verk og gætir mikillar fjölbreytni í tónlist Guðmundar Óla og textum Ragnars Inga. Ýmsir valinkunnir tónlitarmenn komu að verkefninu á sínum tíma, má þar nefna m.a. Pálma Gunnarsson, bassaleikara og söngvara, gítarleikarana Ólaf „Labba“ Þórarinsson og Þorstein Magnússon, hljómborðsleikarann og útsetjarann góðkunna Jón Kjeld Seljeseth og flautuleikarann Gísla Helgason úr Vestmannaeyjum. Upptökur fóru fram í Stúdíó Glóru á árinu 1983 og voru undir stjórn Ólafs „Labba“ Þóararinssonar en hljóðjöfnun (mastering) fyrir stafræna miðla var unninn á þessu ári af syni Labba, Bassa Ólafssyni

Verslaðu hér

  • Penninn
    Penninn Eymundsson 540 2000 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt