Vörumynd

Langó Hettupeysur 2021

Farvi

FORPÖNTUN: Opið verður fyrir peysupantanir í forsölu hér á farvi.is til 24. september.

GREIÐSLA: Greiða þarf með korti eða millifærslu við kaup.  Barnapeysur 5.300 kr. Fullorðinspeysur 6.300 kr.

MÁTUN: vegna Covid 19 verður því miður ekki hægt að bjóða uppá peysumátun. Peysurnar eru frá sama framleiðanda ( Stanley/Stel...

FORPÖNTUN: Opið verður fyrir peysupantanir í forsölu hér á farvi.is til 24. september.

GREIÐSLA: Greiða þarf með korti eða millifærslu við kaup.  Barnapeysur 5.300 kr. Fullorðinspeysur 6.300 kr.

MÁTUN: vegna Covid 19 verður því miður ekki hægt að bjóða uppá peysumátun. Peysurnar eru frá sama framleiðanda ( Stanley/Stella ) og við buðum uppá í fyrra - þannig að snið og stærðir er allt eins.

AFHENDING: Við gerum ráð fyrir að afhenda peysurnar í lok október. Sá sem skráður er fyrir pöntun fær tölvupóst þegar peysurnar eru tilbúnar til afhendingar.

PEYSURNAR: Hettupeysurnar hönnuðum við  fyrir nemendur og starfsfólk Langholtsskóla sem og aðra spennta Langhyltinga. Aðeins er vínrauður litur í boði þetta árið. Bláar háskólapeysur eru líka í boði í forsölu , sjá hér .

Handþrykkt á prentverkstæði okkar í Álfheimum með umhverfisvænum, vatnsblandanlegum prentlitum sem eru án PVC plastefnis og Þalíns. Prentið er svo hitað upp í 175°C sem festir það við þræði efnisins og því hægt að þvo það.

Peysurnar eru úr 85% lífrænni bómull og 15% endurunnu pólýester - framleitt án eiturefna við góð starfsskilyrði fyrir starfsfólk (fairware vottun) og vegan approved, Stanley/Stella.

STÆRÐIR:

7-8 ára (122-128 cm), 9-11 ára (134-146 cm), 12-14 ára (152-164cm) í barnastærðum // XS-4XL í fullorðinsstærðum

HÖNNUÐUR: Sæþór Örn

Verslaðu hér

  • Farvi
    Farvi 546 8225 Álfheimum 4, 104 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt