Vörumynd

Pavo TopSport

Pavo TopSport er sérstaklega þróað af sérfræðingum Pavo í samstarfi við dýralækna og knapa í fremstu röð, ábótarfóður á múslígrunni fyrir hesta sem eru í mikilli vinnu og keppnisþjálfun.
Fóðrið er auðugt af meltanlegu próteini og inniheldur lífnauðsynlegu amínósýrurnar lýsín, þreónín og meþíónín, ómissandi þætti fyrir uppbyggingu og viðhald heilbrigðs vöðvavefs.
Fi…

Pavo TopSport er sérstaklega þróað af sérfræðingum Pavo í samstarfi við dýralækna og knapa í fremstu röð, ábótarfóður á múslígrunni fyrir hesta sem eru í mikilli vinnu og keppnisþjálfun.
Fóðrið er auðugt af meltanlegu próteini og inniheldur lífnauðsynlegu amínósýrurnar lýsín, þreónín og meþíónín, ómissandi þætti fyrir uppbyggingu og viðhald heilbrigðs vöðvavefs.
Fituhlutfall upp á 18% leggur hestinum til mjög hægupptekna orkuuppsprettu og styður við gott hárafar.
Til viðbótar er fóðrið vítamín- og steinefnabætt til stuðnings fyrir keppnishestinn og gefur hraustlegt útlit, góða vöðvauppbyggingu og orkumikla gæðinga.

Ráðlagður skammtur/dag fyrir hest pr. hver 100 kg af lífþunga: 170 g. (600 gr/dag fyrir hest sem er 350 kg). Gefið hámark 250 g/hver 100 kg af lífþunga á dag.

Greiningarþættir: Hráprótein 21,5%; hráfita 17,5%; hrátréni 7,5%; hráaska 8,5%; sykur 6,0%; sterkja 16,0%; orka 11,1MJ; kalsíum (Ca)0,9%; fosfór (P) 0,5%; natríum (Na) 0,7%; kalíum (K) 1,2%; magnesíum (Mg) 0,7%.

Innihald: Ristaðar sojabaunaflögur, hörfræ, maís, sólblómafræ útdregið, spelt, fóðurhveiti, ristaðar útdregnar sojabaunir, refasmári (alfalfa), hveitiklíð, bygg, melassi úr sykurrey, kaffifíflahrat, sojaolía óerfðabreytt, magnesíumoxíð, natríumklóríð, kalsíumkarbónat, hörfræolía.

ATH! Pavo TopSport hentar eingöngu hestum í mikilli vinnu og keppnisþjálfun og hestum sem komast ekki á beit en eru á miðlungsgjöf. Leitist við að byggja fóðrun á niðurstöðum heyefnagreininga til að tryggja fóðrun í góðu jafnvægi.

Nánari upplýsingar frá framleiðanda má finna hér

Verslaðu hér

  • Lífland ehf - skrifstofur 540 1100 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt