Vörumynd

Hrakningar á heiðavegum

Pálmi Hannesson og Jón Eyþórsson

Hið rómaða stórvirki Hrakningar og heiðavegir eftir þá Pálma Hannesson og Jón Eyþórsson er fyrir löngu orðið sígilt verk um öræfi Íslands og ótrúlega baráttu landsmanna við óblíða náttúru. Bækurnar hafa verið ófáanlegar um langt árabil en nú hefur verið safnað saman úrvali af hrakningasögum úr verkinu.

Hér er að finna magnaðar frásagnir af hrakningum manna víðs vegar á landinu og frá ýmsum...

Hið rómaða stórvirki Hrakningar og heiðavegir eftir þá Pálma Hannesson og Jón Eyþórsson er fyrir löngu orðið sígilt verk um öræfi Íslands og ótrúlega baráttu landsmanna við óblíða náttúru. Bækurnar hafa verið ófáanlegar um langt árabil en nú hefur verið safnað saman úrvali af hrakningasögum úr verkinu.

Hér er að finna magnaðar frásagnir af hrakningum manna víðs vegar á landinu og frá ýmsum tímum. Í sumum tilfellum eru þetta sögur af hreystimennum, oftar þó af venjulegu fólki – körlum og konum – sem þurfti að takast á við vægðarlaus náttúruöflin fjarri mannabyggð.

Grípandi og átakanlegar frásagnir sem kalla fram ískaldan spennuhroll, undrun og aðdáun.

Hrakningar á heiðavegum er 282 blaðsíður að lengd. Eyjólfur Jónsson sá um umbrot og hönnun innsíðna, Jón Ásgeir hannaði kápuna.

„Þjóðlegur fróðleikur eins og hann gerist æsilegastur.“ Egill Helgason í Kiljunni

„Maður lifir sig gríðarlega inn í þetta, ég komst við á tveimur stöðum.“ Kolbrún Bergþórsdótti, Kiljunni

„Hér er að finna hreint magnaða lesningu af grimmri náttúru íslenskra öræfa (…) án efa með því besta og merkasta úr menningar- og útgáfusögu Íslendinga.“ Björgvin G. Sigurðsson, pressan.is

****1/2

„Útgáfa bókarinnar Hrakningar á heiðavegum er þarfaverk.“ Reynir Traustason, DV

Verslaðu hér

  • Heimkaup.is 539 3535 Smáratorgi 3, 201 Kópavogi
  • Heimkaup.is 539 3535 Smáratorgi 3, 201 Kópavogi
  • Bjartur og Veröld
    Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Víðimel 38, 107 Reykjavík
  • Bjartur og Veröld
    Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Víðimel 38, 107 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt