Vörumynd

Jólaleikfang fyrir hunda

Jólagrísinn er skemmtilegt leikfang sem hundurinn getur notað bæði inni og úti. Grísinn hrín ef þú eða hundurinn kreistið á honum kviðinn.
Flestir hundar eru hrifnir af leikföngum sem gefa frá sér hljóð og það gerir þetta leikfang einmitt. Svo er jólagrísinn líka bara svo sætur.
Latexgrísinn má þvo, hann inniheldur engin ertandi efni. Margir hundar elska latexleikföng með hljóði....

Jólagrísinn er skemmtilegt leikfang sem hundurinn getur notað bæði inni og úti. Grísinn hrín ef þú eða hundurinn kreistið á honum kviðinn.
Flestir hundar eru hrifnir af leikföngum sem gefa frá sér hljóð og það gerir þetta leikfang einmitt. Svo er jólagrísinn líka bara svo sætur.
Latexgrísinn má þvo, hann inniheldur engin ertandi efni. Margir hundar elska latexleikföng með hljóði. Hvolpar sem eru nýfarnir frá móður og systkinum finna oft mikla ró og traust í að leika með latexleikfang, heyra hljóðin og liggja hjá leikfanginu.

Kaupið ávallt leikföng sem henta stærð hundsins. Hundaleikföng eru ekki meltanleg og ef leikfang er ónýtt skal fjarlægja það frá hundinum. Hafið auga með hundinum þegar hann leikur með leikfangið. Latex er mjúkt efni sem auðvelt er fyrir hunda að eyðileggja ef þeim sýnist sem svo. Þessvegna skal alltaf fylgjast með hundi með leikföng og fjarlægja þau ef hundurinn verður of æstur eða myndar sig við að skemma leikfangið.
Ef hundurinn þinn er vanur að naga leikföng mælum við frekar með nagbeinum eða harðgúmmíleikföngum.

Verslaðu hér

  • Lífland ehf - skrifstofur 540 1100 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt