Stillanlegar hliðar á rúminu gera þér kleift að nota misþykkar dýnur. Hár fótagafl kemur í veg fyrir að rúmföt detti úr rúminu og niður á gólf á meðan þú sefur. Höfðagaflinn er hár og því getur þú setið í þægindum í rúminu – komdu fyrir nokkrum púðum og njóttu þess að lesa eða horfa á sjónvarpið. Undir rúminu er gott pláss fyrir hirslur – fullkomið fyrir aukasængur. Sterkleg grindin er úr gegnhei…
Stillanlegar hliðar á rúminu gera þér kleift að nota misþykkar dýnur. Hár fótagafl kemur í veg fyrir að rúmföt detti úr rúminu og niður á gólf á meðan þú sefur. Höfðagaflinn er hár og því getur þú setið í þægindum í rúminu – komdu fyrir nokkrum púðum og njóttu þess að lesa eða horfa á sjónvarpið. Undir rúminu er gott pláss fyrir hirslur – fullkomið fyrir aukasængur. Sterkleg grindin er úr gegnheilli furu. Náttúrulegar misfellur í viðnum gera hvert rúm einstakt. Rúmið hefur verið bæsað og lakkað sem gerir það endingarbetra og auðveldara í umhirðu. Fallegt handverk allan hringinn. Því ekki að stilla því upp í miðju rýmisins og njóta?