Vörumynd

Arzum Okka Tyrknesk kaffivél - Hvít

Arzum

Arzum Okka býður uppá eðal tyrkneskt kaffi með þessari sérhannaðari kaffivél. Hægt er að hella uppá kaffi í tvo bolla í einu og í þremur bollastærðum. Hún býður einnig uppá sjálfhreinsiker...

Arzum Okka býður uppá eðal tyrkneskt kaffi með þessari sérhannaðari kaffivél. Hægt er að hella uppá kaffi í tvo bolla í einu og í þremur bollastærðum. Hún býður einnig uppá sjálfhreinsikerfi með einum takka á stjórnborði. Aflgeta vélarinnar er 710W.

Sagan
Kaffimenningin byrjaði fyrir um 1000 árum og á rætur sínar að rekja til Eþíópíu. Voru þá kaffibaunir ristaðar í sólinni á Arabaskaga og svo útbúinn úr þeim heitur drykkur.
Hið fræga „Tyrkneska kaffi“ kom svo til sögunnar þegar fyrsta kaffihúsið var opnað í Istanbúl árið 1554, þar sem mikillar nákvæmni var gætt í uppáhellingu til að tryggja sérstakt bragð og áferð
Súltan Tyrkjaveldis var með um 40 sérstaka kaffimeistara í starfi hjá sér við að mala og hella upp á kaffi og fór kaffidrykkja hátíðlega fram í stórkostlegum sölum.
Í fyrstu var tyrkneskt kaffi eingöngu borið fram í Istanbúl en breiddist síðar út til Norður Afríku, Mið Austurlanda, Evrópu og þaðan til Ameríku. Kaffi var kynnt í Feneyjum árið 1615, Marseille 1644, London 1654 og París árið 1669.

Tyrknesk kaffihefð
Tyrkneska kaffið hefur verið samþykkt um allan heim sem hluti af tyrkneskri menningu. Samkvæmt hefðinni er Tyrkneskt kaffi ekki aðeins notað til að drekka heldur einnig til að upplifa sérstakt augnablik. Frá því á 16. öld hefur kaffið þar verið borið fram á kopar- eða silfurbökkum og því hellt í þunna bolla. Mynstur og tölur á kaffibollum er dæmi um hefðbundið tyrkneskt skraut.
Fólk gefur sér tíma í að drekka tyrkneskt kaffi og nýtur þess að spjalla við vini og fjölskyldu. Þegar þau klára að drekka snúa þeir bollanum á hvolf og setja hann á diskinn. Eftir smá stund birtist mynstur á diskinn sem hægt er að túlka og vekur upp frekari samtal.
Í dag hefur „Tyrknesk kaffihefð“ verið skráð á UNESCO lista um óefnislegan menningararf.

Hefðbundið tyrkneskt kaffi
Þegar hellt er upp á tyrkneskt kaffi er notaður fínmalaður hágæða kaffi. Er það mallað með vatni í tyrkneskum potti við lágan hita (Slow cooking).
Besta tyrkneska kaffið er með froðu sem dreifist jafnt á milli bolla ef þú hellir upp á tvo bolla í einu. Heitt, bragðgott og freyðandi kaffi er kallað „Okkali“ (e. Rich) tyrkneskt kaffi.

Hvernig getur þú fengið tyrkneskt kaffi með Okka kaffivélinni?

 • Vandaðu val á kaffi: Notaðu fínmalaðan kaffi.
 • Skammtastærð: Ein Arzum Okka mæliskeið (5-7 gr) fyrir hvern bolla.
 • Sykur: Ef óskað er eftir því, getur þú bætt við sykri eftir smekk.
 • Val um bollastærð: Þú getur valið um skammastærð á tökkunum sem sýna einn eða tvo bolla.
 • Uppáhelling: Kaffivélin sér um uppáhellinguna. Þegar bruggun er lokið verður tyrkneska kaffið þitt bragðgott og freyðir sjálfkrafa.

Almennar upplýsingar

Kaffivél
Framleiðandi Arzum
Kaffi- og espressóvélar Hefðbundnar kaffivélar
Almennar upplýsingar.
Rafmagnsþörf (W) 710
Stærð (L) 950ml
Kaffikvörn Nei
Mögulegt að losa vatnstank
Sjálfhreinsikerfi
Útlit og stærð.
Litur Hvítur
Stærð (HxBxD) 27,5x21,6x27,8
Þyngd 3,5

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

 • Elko
  Til á lager
  8.492 kr.
  4.992 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt