Með bunu verður flæðið kröftugt, tilvalið til að skola þykkt hár. Veldu milli stillinga, eða blandaðu þeim saman þannig að þú fáir það besta af þeim báðum. Á sturtuhausnum er notaleg stilling sem dreifir vatnsflæðinu yfir mikið svæði. Handsturtan dreifir bununni yfir stórt svæði og gefur þér afslappandi sturtuferð. Auðvelt að þrífa með því að nudda gúmmítoturnar á sturtuhausnum. Þú getur fært fes…
Með bunu verður flæðið kröftugt, tilvalið til að skola þykkt hár. Veldu milli stillinga, eða blandaðu þeim saman þannig að þú fáir það besta af þeim báðum. Á sturtuhausnum er notaleg stilling sem dreifir vatnsflæðinu yfir mikið svæði. Handsturtan dreifir bununni yfir stórt svæði og gefur þér afslappandi sturtuferð. Auðvelt að þrífa með því að nudda gúmmítoturnar á sturtuhausnum. Þú getur fært festinguna upp og niður á stönginni og því stillt handsturtuna í hæð sem hentar þér. Öryggislás er stilltur á 38°C og kemur í veg fyrir að vatnið verði of heitt og valdi skaða. Ef þú villt hærri hita ýtir þú á takkann á hitastillinum. Sturtutækið er ávallt svalt viðkomu. Yfirborðið á sturtutækinu hitnar ekki og er því alltaf óhætt að snerta það. Áföst hilla á sturtutækinu hentar fyrir háa sápubrúsa sem oft getur verið erfitt að koma fyrir. 10 ára ábyrgð á blöndunartækinu og 3 ára ábyrgð á öðrum hlutum. Ábyrgðarskilmála er að finna á vefnum okkar, IKEA.is. Innbyggð skinna heldur vatnsflæðinu góðu og notar minna vatn og orku.