Vörumynd

Big Momma's House/Big Momma's House 2

Big Momma´s House 1:

Alríkislögreglumaðurinn Malcolm Turner er best þekktur fyrir hæfileika sína til að vinna í dulargervi. Nýjasta verkefni hans snýst um að hann fari ti...

Big Momma´s House 1:

Alríkislögreglumaðurinn Malcolm Turner er best þekktur fyrir hæfileika sína til að vinna í dulargervi. Nýjasta verkefni hans snýst um að hann fari til lítils bæjar í Georgia þar sem hann þarf að negla miskunnarlausan bankaræningja ( sem flúði úr fangelsi ) sem menn grunar að muni fljótlega heimsækja fyrrum kærustu sína Sherry og son hennar. Malcolm ætlar að sitja um húsið og koma sér fyrir í húsi handan við götuna hjá hinni holdamiklu suðurríkjakonu Big Momma, sem Sherry er vön að heimsækja. Þetta er einföld áætlun, en það er eitt stórt vandamál. Big Momma er nýlega farin úr bænum, þannig að Malcolm ákveður að breyta sjálfum sér í Big Momma, en ekki einungis þarf hann að líta út eins og hún heldur að elda mat, taka á móti börnum, og predika í kirkjunni eins og hún. Á sama tíma fer Malcolm að verða skotinn í Sherry, sem gæti hugsanlega verið að fela peninga. Malcolm / Big Momma, þurfa núna að finna leiðir til að ná glæpamanninum og næla í Sherry

Framleiðsluár: 2000

Big Momma´s House 2:

Alríkislögreglumaðurinn Malcolm Turner snýr aftur, en hann er snillingur í dulargervum, og fer nú aftur að vinna á laun sem hin rúmlega sjötuga kjaftfora “Big Momma”. Alríkislögreglan FBI kemst að því að forritari að nafni Tom Fuller, er búinn að búa til tölvuvírus sem gefur aðgang að bandarískjum trúnaðargögnum, og ætlar að selja vírusinn til hryðjuverkasamtaka um allan heim. Besti möguleikinn er að komast yfir upplýsingar frá eiginkonu Fuller, og Malcolm fer því á laun sem barnfóstra inn á heimili frú Fuller, og eins og alltaf, þá gerir Big Momma allt vitlaust!

Framleiðsluár: 2006

Almennar upplýsingar

Almennar upplýsingar.
Framleiðsluár 2000-2006
Tagline This FBI agent is going undercover... and he's concealing more than a weapon.
Gerð disks DVD
Leikstjóri Raja Gosnell
Leikarar Martin Lawrence, Nia Long, Paul Giamatti, Jascha Washington, Terrence Dashon Howard, Anthony Anderson, Ella Mitchell, Phyllis Applegate, Starletta DuPois, Jessie Mae Holmes, Nicole Prescott, Octavia Spencer, Carl Wright, Eric Arthur Linden, Tichina Arnold

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt