Vörumynd

LINIZIO LUNGO

Nespresso Ísland

Þetta er Linizio Lungo , milt kaffi með góðri fyllingu sem er jafn auðvelt að drekka í sig og sólskinið í Suður-Ameríku. Reyndar er það eingöngu gert úr Arabica-kaffibaunum frá Suður-Ameríku sem gefa því maltað kornbragð og silkimjúka áferð sem vekur skilningarvitin blíðlega.

UPPRUNI

Þetta appelsínugula Nespresso-kaffihylki inniheldur Arabica-kaffiblöndu frá tveimur af stærstu ka...

Þetta er Linizio Lungo , milt kaffi með góðri fyllingu sem er jafn auðvelt að drekka í sig og sólskinið í Suður-Ameríku. Reyndar er það eingöngu gert úr Arabica-kaffibaunum frá Suður-Ameríku sem gefa því maltað kornbragð og silkimjúka áferð sem vekur skilningarvitin blíðlega.

UPPRUNI

Þetta appelsínugula Nespresso-kaffihylki inniheldur Arabica-kaffiblöndu frá tveimur af stærstu kaffilöndunum – Brasilíu og Kólumbíu. Linizio Lungo frá Nespresso nær fram jafnvægi með því að nota handtíndar kaffibaunir sem eru svo unnar á einstakan máta, þar sem rétt bragð er ávallt haft í huga. Fyrst er ytra aldinkjötið fjarlægt af rauðu og gulu Bourbon-kaffibaununum frá Brasilíu. Svo er kaffibaunin þurrkuð með sæta aldinkjötinu áður en hún er möluð. Það gerir baunina mildari. Bourbon-kaffibaunir eru þekktar fyrir fíngerða sætu. Þvegið Arabica-kaffi frá Cundinamarca í Kólumbíu bætir við sætum sykurreyrstónum.

RISTUN

Brasilíska kaffið er léttristað sem heldur því mildu án þess að nokkuð af malt- og kornkeim Bourbon kaffibaunanna glatist. Þvegnar kaffibaunirnar frá Kólumbíu eru snöggristaðar til að laða fram fíngerð blæbrigði í ilm og bragði. Að lokum eru baunirnar fínmalaðar til að fá svolítinn bragðstyrk í þetta lungo-kaffi.

ILMPRÓFÍLL

Linizio Lungo Arabica-kaffiblandan er merkilega mild og með góða fyllingu. Þú mátt ekki missa af möltuðu kornbragðinu sem skín í gegnum þessa blöndu af suðuramerísku sólskini. Það er snemmbúin sæla.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Nespresso
    Til á lager
    839 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt