Vörumynd

Ilmkjarnaolía sítrónu

Amphora Aromatics

Sítrónu ilmkjarnaolían er yndislega frískandi og upplífgandi olía sem allir geta notað og notið. Hún er einnig notuð við ýmis konar húðkvillum og er frábær í heimilisþrifin.

Sítrónu ilmkjarnaolíuna má nota í nuddolíu, í gufu, í baðið og á koddann fyrir svefn.

Olíunni má blanda í sápur, hársápur, aðrar olíur eða krem til að fá frískandi ilminn. Athugið að ilmkjarnaolíur eru e...

Sítrónu ilmkjarnaolían er yndislega frískandi og upplífgandi olía sem allir geta notað og notið. Hún er einnig notuð við ýmis konar húðkvillum og er frábær í heimilisþrifin.

Sítrónu ilmkjarnaolíuna má nota í nuddolíu, í gufu, í baðið og á koddann fyrir svefn.

Olíunni má blanda í sápur, hársápur, aðrar olíur eða krem til að fá frískandi ilminn. Athugið að ilmkjarnaolíur eru ekki bornar beint á húð heldur er þeim blandað saman við aðrar hlutlausar olíur eða krem í litlu magni.

Til að fá frískandi sítrónuilm af þvottinum, til dæmis með sápuskeljunum frá Living Naturally sem við hjá Mena notum allar fyrir okkar þvott og bjóðum upp á hér á síðunni, þá er gott að setja nokkra dropa af olíunni í þvottavélina ásamt sápuskeljunum.

Fyrir heimilisþrifin þá er til dæmis gott að setja nokkra dropa af olíunni í vatn og edik til að þurrka af eða skúra. Það má líka nota olíuna beint á klísturbletti (ekki samt á pússaðan eða unnin við og prófið alltaf fyrst á litlu svæði sem sést ekki).

Innihald 10 ml.


Olían kemur í lítilli flösku með dropaskammtara og tappa úr harðplasti.


Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Mena
    Til á lager
    1.690 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt