Vörumynd

Hármaski með ayurvedic jurtum

Living Naturally.

Hármaskinn er gerður úr jurtum sem notaðar hafa verið öldum saman á grunni ayurveda fræðanna. Hármaskinn hreinsar, róar og nærir hárið og hársvörðinn.

Hann hentar öllum og sérstaklega þeim sem eru með viðkvæman hársvörð, kláða í hársverði eða með feitt hár.

Hægt er að nota hármaskann sem hársápu eða hárnæringu, sjá leiðbeiningar.

Helstu innihaldsefni:
Lífræ...

Hármaskinn er gerður úr jurtum sem notaðar hafa verið öldum saman á grunni ayurveda fræðanna. Hármaskinn hreinsar, róar og nærir hárið og hársvörðinn.

Hann hentar öllum og sérstaklega þeim sem eru með viðkvæman hársvörð, kláða í hársverði eða með feitt hár.

Hægt er að nota hármaskann sem hársápu eða hárnæringu, sjá leiðbeiningar.

Helstu innihaldsefni:
Lífrænt Sapindus Mukorossi sápuhnetuduft:
SOAPNUTS skeljar hafa verið notaðar á grunni Ayurveda fræðanna í aldaraðir til að meðhöndla viðkvæma húð, útbrot og ójafnvægi í hársverði. Skeljarnar hafa mýkjandi áhrif á húð og hár, sem og vinnur gegn bakteríusýkingum í hári og húð og stuðlar þannig að hreinlæti og betri hárvexti.

Emblica officinalis (amla) ávaxtaduft:
AMLA er notuð í olíukenndu vatni eða í duftformi til að styrkja hár og hársrætur, bæta hárvöxt og hægir á gránun hárs. Í húðvörum er AMLA notuð í maska til að næra og lífga upp á húðina. Einnig er jurtin rík af lífsnauðsynlegum fitusýrum sem styrkir hársekkina og nærir þannig hárið frá rótum. AMLA og jurtin Tulsi saman er einkar áhrifarík blanda til að vinna gegn flösu.

Centella asiatica (brahmi/Gotu kola):
Á Indlandi er GOTU KOLA álitin vera sú jurt sem er mest fyrir “andann”. Jurtin vex á nokkrum svæðum í Himalayafjöllunum, þar er hún notuð af jógum til að bæta hugleiðslu. Hún er sögð þróa hinar sjö andlegu orkustöðvar (chakra) líkamans og er kölluð jurt uppljómunar. Gotu kola á sér einnig langa sögu innan Ayurvedafræðanna þar sem græðandi eiginleikar hennar eru í hávegum hafðir. Talið er að triterpenoid efnasambönd sem Gotu kola inniheldur hafi styrkjandi áhrif á húðina og auki framleiðslu bakteríudrepandi efna.

MAKA í Ayurveda fræðunum, jurtin er notuð við hárlosi, bætir áferð hársins, sem og hefur áhrif á ótímabæra skallamyndun, gránun hárs og ýmsa húðkvilla.

Acacia concinna (shikakai) hnetuduft:
SHIAKAI inniheldur mikið af vítamínum og andoxunarefnum sem eru nauðsynleg fyrir heilbrigðan og hraðan hárvöxt. Shikakai hefur lágan pH stuðul, sem þýðir að náttúrulegar olíur hársins fá að vera áfram í hárinu og virkar þannig eins og náttúrulegt flókasprey.

Innihald 50 ml.

Hármaskinn er í duftformi og er í lítilli áldós með skrúfuðu álloki.


Innihald:
Lífrænt Sapindus mukorossi sápuhnetuduft
Emblica officinalis ávaxtaduft
Centella asiatica duft
Eclipta albe duft
cimum sanctum laufduft
Acacia concinna hnetuduft
Azadirachta indica laufduft
Lífrænt Hibiscus sabdariffa blómaduft


Notkunarleiðbeiningar:
Maskinn er í duftformi og fyrir notkun er honum blandað við vökva, eins og  til dæmis vatn, kókosvatn, kókosmjólk eða hreina jógúrt. Best er að nota lítið ílát til að blanda maskanum saman við vökvann.

Hársápa:
Blandið hármaskann jafnt við vökva (hlutföll 1:1) og hrærið vel saman í mjúkt krem (paste). Berið vel í hár og hársvörð, nuddið og skolið svo vel úr með vatni. Ef nota á hármaskann í þurrt hár er gott að setja nokkra dropa af ilmkjarnaolíu.

Hárnæring:
Blandið hármaskann jafnt við vökva (hlutföll 1:1) og hrærið vel saman í mjúkt krem (paste). Berið vel í hár og hársvörð, nuddið og látið vera í hárinu í 10 mínútur. Skolið vel úr með vatni.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Mena
    Til á lager
    2.390 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt