Vörumynd

Parísarkonan - innbundin

Eftir Paulu McLain. Herdís Magnea Hübner íslenskaði. Metsölubókin Parísarkonan (The Paris Wife) eftir Paulu MacLain er söguleg skáldsaga um fyrsta hjónaband Ernests Hemingway þar sem sögusviðið er París á þriðja áratug tuttugustu aldarinnar. Hadley Richardson var hæglát tuttugu og átta ára gömul kona sem hafði nánast gefið upp alla von um ást og hamingju þar til hún kynntist Ernest Hemingway ...

Eftir Paulu McLain. Herdís Magnea Hübner íslenskaði. Metsölubókin Parísarkonan (The Paris Wife) eftir Paulu MacLain er söguleg skáldsaga um fyrsta hjónaband Ernests Hemingway þar sem sögusviðið er París á þriðja áratug tuttugustu aldarinnar. Hadley Richardson var hæglát tuttugu og átta ára gömul kona sem hafði nánast gefið upp alla von um ást og hamingju þar til hún kynntist Ernest Hemingway og líf hennar umturnaðist. Eftir eldheitt en stormasamt tilhugalíf og brúðkaup, halda ungu hjónin til Parísar þar sem þau verða miðdepillinn í fjörugum en hviklyndum vinahópi – hinni sögufrægu „týndu kynslóð”, Gertrude Stein, Ezra Pound, F. Scott Fitzgerald, Zeldu Fitzgerald og mörgum fleiri. Í París vinnur Hemingway meðal annars að skáldsögunni Og sólin rennur upp, en þar eru fyrirmyndirnar oftar en ekki hið litríka fólk sem þau hjónin umgangast. Á sama tíma berst Hadley við að halda í sjálfsmynd sína þegar hlutverk hennar sem eiginkona, skáldgyðja og vinur verður sífellt meira krefjandi. Parísarkonan er söguleg skáldsaga um ást og svik í tryggðum og er enn áhrifameiri vegna þess að löngu síðar skrifaði Hemingway að hann vildi óska að hann hefði dáið áður en hann varð ástfanginn af nokkurri annarri en Hadley.

Höfundur bókarinnar, Paula McLain, útskrifaðist með meistaragráðu í ljóðagerð frá Háskóla Michiganríkis og hefur hlotið styrki frá Yaddo, the MacDowell Colony og the National Endowment for the Arts. Hún hefur sent frá sér tvö ljóðasöfn; endurminningar: Like Family: Growing Up in Other People's Houses og eina skáldsögu, A Ticket to Ride. Hún býr í Cleveland ásamt fjölskyldu sinni.

Mögnuð og átakanleg ... McLain gerir hið goðsagnakennda karlmennskutákn, Hemingway að flókinni og viðkunnanlegri persónu. – USA Today

Þessi athyglisverða saga um fyrsta hjónaband Ernests Hemingway er töfrandi. Ég er heilluð af þessari bók. – Nancy Horan

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt