Vörumynd

Eldum sjálf

Salka

Eldum sjálf er matreiðslubók með uppskriftum fyrir börn á aldrinum 4-10 ára. Við val á uppskriftum var lögð áhersla á að hafa fá hráefni og tækjum og tólum var stillt í hóf. Eldum sjálf var valin ein af bestu matreiðslubókum heims árið 2017.

Einfaldleikinn var hafður að leiðarljósi við val á uppskriftum í bókina svo allir í fjölskyldunni geti átt ánægjulega stund í eldhúsinu. Öll skre...

Eldum sjálf er matreiðslubók með uppskriftum fyrir börn á aldrinum 4-10 ára. Við val á uppskriftum var lögð áhersla á að hafa fá hráefni og tækjum og tólum var stillt í hóf. Eldum sjálf var valin ein af bestu matreiðslubókum heims árið 2017.

Einfaldleikinn var hafður að leiðarljósi við val á uppskriftum í bókina svo allir í fjölskyldunni geti átt ánægjulega stund í eldhúsinu. Öll skrefin eru sýnd myndrænt þannig að börn þurfa ekki að kunna að lesa til að geta eldað þá rétti sem eru í bókinni.

Uppskriftirnar í bókinni samanstanda af réttum sem hentugt er að snæða eftir skóla, með kaffinu og í kvöldmatinn. Þannig eru uppskriftirnar fjölbreyttar og hægt að nota við mismunandi aðstæður. T.d. er uppskrift að sígildum heimilismat, plokkfiski sem er bæði hollur og góður matur fyrir alla fjölskylduna. Einnig er bakkelsi á borð við pönnukökur og múffur í bókinni þannig að börnin geta aðstoðað við undirbúning afmæli og annarra kökuboða.

Eldum sjálf var gerð með mikilli hjálp frá 18 krökkum sem spreyttu sig á öllum uppskriftunum fyrir framan ljósmyndara og tókst vel til. Maturinn var eldaður frá grunni og var hvert skref í undirbúningnum fest á filmu. Með því að elda með Eldum sjálf læra börn að fara eftir uppskriftum og fylgja þeim skref fyrir skref.

Uppskriftirnar í bókinni eru valdar af Dögg Hjaltalín, Þorbjörg Helga Ólafsdóttir sá um útlit bókarinnar og Birgir Ísleifur Gunnarsson sá um myndatöku.

Útgáfuár: 2018

Gerð: Spjöld á gormi

Síðufjöldi: 38

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Salka
    Til á lager
    3.990 kr.
    2.490 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt