Vörumynd

Heimilisklútar, grófur og fínn

Toockies

Heimilisklútarnir koma í staðinn fyrir svampana, þessa gulu með grænu grófu hliðinni. Svamparnir sem við flest höfum notað mikið í gegnum tíðina eru úr plasti og við hendum þeim eftir frekar litla notkun á meðan heimilisklútarnir frá Toockies eru margnota. Þá má þvo oft og mörgum sinnum í þvottavél við 90 gráður og það má líka setja þá í þurrkarann.

Klútarnir eru tveir, ...

Heimilisklútarnir koma í staðinn fyrir svampana, þessa gulu með grænu grófu hliðinni. Svamparnir sem við flest höfum notað mikið í gegnum tíðina eru úr plasti og við hendum þeim eftir frekar litla notkun á meðan heimilisklútarnir frá Toockies eru margnota. Þá má þvo oft og mörgum sinnum í þvottavél við 90 gráður og það má líka setja þá í þurrkarann.

Klútarnir eru tveir, annar er ljós úr vottaðri 100% lífrænni bómull og hinn er prjónaður úr náttúrulegu trefjaefni (e. jute), er  brúnn á litinn og kemur í staðinn fyrir grænu hliðina á svampinum.

Þegar klútarnir hafa verið notaðir til hins ítrasta þá má klippa þá niður í blómapottinn eða henda í moltutunnuna!

Stærð: 19x19 cmUpplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt