Vörumynd

Vesturfararnir - kilja

Karl Óskar elst upp í Smálöndum í Sviþjóð um
miðja 19. öld og vinnur á búi foreldra sinna þar
til hann stofnar fjölskyldu og byrjar að hokra
sjálfur. Einn g...

Karl Óskar elst upp í Smálöndum í Sviþjóð um
miðja 19. öld og vinnur á búi foreldra sinna þar
til hann stofnar fjölskyldu og byrjar að hokra
sjálfur. Einn góðan veðurdag berast fregnir um
sælurikið Ameríku og áhugi grípur um sig meðal
fólks sem vill komast burt úr baslinu. Fyrr en
varir er Karl Óskar orðinn leiðtogi hóps sem
ákveður að flytja vestur um haf og freista
gæfunnar.
Það er mikið átak að kveðja ættingja
og vini, velkjast á sjó í margar vikur, taka
land á ókunnum slóðum og hafa ekki einu sinni
þak yfir höfuðið. Flestir eru með tvær hendur
tómar fyrir utan fáein verkfæri, föt og búshluti
frá gamla landinu. Það fækkar líka í hópnum á
leiðinni yfir hafið og þegar folkið er farið að
takast á við nýjar aðstæður. En þrátt fyrir allt
gefur nýja landið fögur fyrirheit fyrir þá sem
standast þrekraunina.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  1.990 kr.
  Skoða
 • Salka
  Til á lager
  2.690 kr.
  1.990 kr.
  Skoða
 • Penninn
  1.999 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt