Vörumynd

Horfin inn í heim átröskunar

Þessi bók varð til í samstarfi Ásrúnar Evu og Þórdísar. Ásrún Eva rekur sögu sína á hrífandi og átakanlegan hátt og Þórdís greinir sjúkdóminn. Ásrún Eva Harðardóttir er ung kona sem hvarf inn í heim átröskunar þegar hún var níu ára gömul. Í 13 ár lifði hún undir oki brenglaðrar sjálfsmyndar sem kostaði hana nærri því lífið. Hér deilir hún með okkur reynslu sinni sem er bæði sláandi en gefandi...

Þessi bók varð til í samstarfi Ásrúnar Evu og Þórdísar. Ásrún Eva rekur sögu sína á hrífandi og átakanlegan hátt og Þórdís greinir sjúkdóminn. Ásrún Eva Harðardóttir er ung kona sem hvarf inn í heim átröskunar þegar hún var níu ára gömul. Í 13 ár lifði hún undir oki brenglaðrar sjálfsmyndar sem kostaði hana nærri því lífið. Hér deilir hún með okkur reynslu sinni sem er bæði sláandi en gefandi lesning, jafnt fyrir þá sem þjást af átröskun og aðra sem vilja vita meira um sjúkdóminn sem oft getur verið falinn.

Þórdís Rúnarsdóttirhefur lokið doktorsnámi í sálfræði í San Francisco þar sem hún sérhæfði sig í átröskunarsjúkdómum og starfar á átröskunardeild Kaiser Permanente sjúkrahússins. Hún er annar höfundur bókarinnar og fjallar um sjúkdóminn frá faglegu sjónarhorni. Saman berjast þær gegn fordómum og lýsa vandanum eins og hann er í raun og veru. Þær glæða líka von með lesandanum, enda er Ásrún Eva lifandi sönnun þess að það er leið til baka og hægt að losna úr viðjum átröskunar.

Allt of algengt er að stúlkur og ungar konur stundi megrunarkúra til að mæta endalausum kröfum tískunnar um að vera ofurgrannar. Í einhverjum tilfellum geturþað leitt til átröskunar ognauðsynlegt er að vera á varðbergi gagnvart þessum háskalega sjúkdómi

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Salka
    Til á lager
    990 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt