Vörumynd

Afmælisdagar með málsháttum - silfruð kápa

Salka Bókaútgáfa

Árið 1950 kom út hjá Norðra á Akureyri bókin Afmælisdagar með málsháttum, hún öðlaðist miklar vinsældir og hefur verið prentuð margoft síðan. Séra Friðrik A. Friðriksson valdi málshættina og myndskreytti bókina fagurlega.

Hér hefur bókin verið endurskoðuð og færð í nútímalegri búning. Kjarninn er þó hinn sami; eða eins og séra Friðrik sagði í formála: „Efni þessarar bókar er „það sem gamli...

Árið 1950 kom út hjá Norðra á Akureyri bókin Afmælisdagar með málsháttum, hún öðlaðist miklar vinsældir og hefur verið prentuð margoft síðan. Séra Friðrik A. Friðriksson valdi málshættina og myndskreytti bókina fagurlega.

Hér hefur bókin verið endurskoðuð og færð í nútímalegri búning. Kjarninn er þó hinn sami; eða eins og séra Friðrik sagði í formála: „Efni þessarar bókar er „það sem gamlir hafa kveðið“, þ.e. orðskviðir fyrri tíðar manna, enda oft kallaðir „forn orð“, „hið fornkveðna“, o.s.frv. Á vorri tíð eru þeir þó oftar kallaðir málshættir. Í þeim felst furðu fjölþætt og skarpleg athugun á innri og ytri reynslu. Margir þeirra eru haglega „kveðnir“. Þannig jafngilda þeir oft góðri ræðu og góðu kvæði. Er gróði hverjum þeim er kann.“

Flestir málshættirnir eru hinir sömu og í upphaflegu útgáfunni frá 1950, en nokkrum sem þóttu fornir var skipt út fyrir aðra sem höfða meira til nútímafólks. Bókin kemur með tveimur mismunandi kápum; blárri og silfraðri.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Salka
    Til á lager
    3.490 kr.
    2.990 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt