Vörumynd

Samsung tvöfaldur ísskápur með snertiskjá

Samsung

Family Hub er nýjasti ísskápurinn frá Samsung þar sem tæknin skipar lykilhlutverk. Þessi skápur er með 21,5'' snertiskjá og WiFi tengingu. Þú getur sett upp skipulag á skjáinn, sent skilab...

Family Hub er nýjasti ísskápurinn frá Samsung þar sem tæknin skipar lykilhlutverk. Þessi skápur er með 21,5'' snertiskjá og WiFi tengingu. Þú getur sett upp skipulag á skjáinn, sent skilaboð, skoðað veðurspá og tekið mynd af innihaldi skápsins og sent í símann þinn.

Innrétting: Kælirýmið er 351 lítra í rúmmál og gefur þér nóg pláss fyrir matvörurnar þínar. Skápurinn er skemmtilega innréttaður og er t.d. með Fresh Cooling og Null zone.  Family Hub 2.0 skápurinn er fullkominn fyrir stórar fjölskyldur.

Full HD skjár: Hjá mörgum er skápurinn hjartað í eldhúsinu og þess vegna er tilvalið að hafa á honum dagatal, skilaboð og myndir! Skjárinn er 21,5'' Full HD með Tizen stýrikerfi sem gefur þér aðgang að hinum ýmsu forritum (e. apps).

Innbyggð myndavél: Þrjár innbyggðar myndavélar gefa þér möguleika að skoða innihald ísskápsins þegar þú stendur út í verslun með snjallsímann þinn. Þú getur einnig fylgst með gildistímum og stillt á skilaboð þegar matvæli eru að renna út.

K laka- og vatnsvél: Innbyggð klakavél og vatnsvél er á ísskápnum.

WiFi: Skápurinn er með möguleika á WiFi tengingu og ef þú átt td. Samsung snjallsjónvarp 6400 línuna (2015) eða nýrra getur þú speglað myndefni frá sjónvarpinu yfir á skjáinn, horft á sjónvarpi í ísskápnum.

Góð kæling: Góð stjórnun á kælingu er í þessum flotta Samsung skjá. Öflug pressa og þrjú kælielement.

Frystihólf: Frystir er 199 lítra og er vel innréttaður, með skúffum og hillum í hurð.

FlexiZone svæði: Hólf niðri til hægri gefur þér möguleika að ráða notkun, hægt er að stilla á frystingu og kælingu. Möguleiki að velja á milli fimm stillinga.

Orkuflokkur: Orkuflokkur A+ / Orkunýting 460 kWh/ári.

Almennar upplýsingar

Kælitæki
Almennar upplýsingar.
Framleiðandi Samsung
Orkuflokkur A+
Orkunotkun (kWh/ári) 460
Nettó rúmmál kælis (L) 351
Nettó rúmmál frystis (L) 199
Hljóðstyrkur (dB) 40
Vifta fyrir loftstreymi
Fjöldi pressa í skáp 1
Sjálfvirk afhríming (No frost )
Fjöldi stjarna frystis 4
Frystigeta (kg á dag) 12
Skjár Já, 21,5'' snertiskjár - Full HD
Stafrænn hitastillir
Gaumhljóð fyrir hurð
Klakavél
Vatnsvél
Innrétting.
Fjöldi hilla í kæli 4
Efni í skúffum/hillum Gler
Fjöldi grænmetisskúffa 2
Hilla fyrir flöskur
Fjöldi skúffa/hilla í frysti 3
Efni í hillum Plast
Aðrar upplýsingar.
Stillanlegir fætur
Hjól undir tæki
Þolir umhverfishitastig 10-43°C
Útlit og stærð.
Litur Stál
Hæð (cm) 182,5
Breidd (cm) 90,8
Dýpt (cm) 61,0
Dýpt með handfangi 73,3
Þyngd (kg) 159,0

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt