Vörumynd

Garmin Fenix 5s heilsuúr - silfur

Garmin

Fjölnota GPS, heilsu og snjallúr í flottu útliti

 • Fenix 5s er fjölnota GPS úr sem kemur með innbyggðum Elevate púlsmæli.
 • Falleg hönnun með stál umgjörð, f...

Fjölnota GPS, heilsu og snjallúr í flottu útliti

 • Fenix 5s er fjölnota GPS úr sem kemur með innbyggðum Elevate púlsmæli.
 • Falleg hönnun með stál umgjörð, fenix 5s er með innbyggðum EXO óstefnuvirku GPS og Glonass loftneti í skífunni. Bakið á Fenix 5s er allt úr stáli.
 • Forhlaðnir æfingaprófílar fyrir fjölmargar æfingar, íþróttir og útivist. Það er einnig innbyggður Elevate púlsmælir.
 • Þú getur fylgst nákvæmlega með frammistöðu þinni með sérstöku appi í úrinu sem sýnir hvernig þú ert búinn að þróast í æfingum.
 • Það eru fjölmargir tengimöguleikar í boði : Bluetooth sem þú getur notað til að flytja gögn yfir á Garmin Connect appið og fengið tilkynningar frá snjallsíma. Einnig er hægt að ná í auka forrit(apps) fyrir úrið frá Connect IQ store.
 • Styðst við GPS og GLONASS gervihnetti og er einnig með þriggja ása rafeindaáttavita með gyroscope. Það er einnig með hæðatölvu sem styðst við loftvog.
 • Rafhlöðuending: Allt að 2 vikur sem snjall og heilsuúr (fer eftir stillingum), allt að 24 klst í GPS æfingaham og allt að 60 klst í UltraTrack rafhlöðusparnaðar æfingaham

fēnix 5s er fullkomið fjölnota(multisport) GPS úr fyrir afreksmenn og útivistarfólk. Það er hægt að nota það sem kortalaust GPS tæki, finna punkta, labba eftir leið og fara sömu leið aftur til baka. Með fenix 5s færð þú einnig innbyggðan púlsmæli sem er með Elevate™ tækninni og kemur það forhlaðið með fjöldann allan af æfinga prófílum Það er hægt að fylgjast náið með árangri þínum sem hjálpar við að æfa betur. Snjallsíma tilkynningar hjálpa þér að vera tengdur á ferðinni. Að auki eru nýju QuickFit™ bands ólarnar þægilegar að þarf engin verkfæri til að losa þær af og mjög einfalt að skipta um ól eftir þörfum.

Flott hönnun, eitt besta íþrótta- og heilsuúrið á markaðnum

fēnix 5s er háþróað æfinga- og leiðsöguúr. Það er 47 mm í þvermál, og með harðgerða og sterka umgjörð. GPS móttakarinn er í skífunni sem gefur þér besta mögulega móttöku. fenix 5s er einnig vatnsheldur niður á 100 metra. Fallegt útlit úrsins bíður upp á að það sé hægt að nota það bæði hversdagslega og á æfingum.

Skýr, einfaldur, læsilegur

Fenix 5s er allan sólarhringinn að halda utan um hreyfingu þín, skref, svefn, brennslu og fleira, það kemur með skjá með hágæða upplausn, skjárinn er lita skjár og kallast Garmin Chroma Display, góður skjár hjálpar þér að geta lesið vel á skjáinn í öllum aðstæðum. fenix 5s er með lita skjá með transflective tækni sem endurspeglar og sendir ljós á sama tíma gerir skjá tækisins enn þá skýrari og læsilegri í mikilli sól.

Innbyggður púlsmælir

Til að auka þægindi og frelsi metnaðarfullra íþróttamanna, þá eru allar gerðir af Fenix 5 með innbyggðum púlsmæli með Elevate tækninni. Innbyggði púlsmælirinn gerir þér kleift að fylgjast með hjartslætti þínum án þess að vera með púlsmæli utan um brjóstkassann. Með þessum innbyggða púlsmæli getur þú stjórnað erfiðleikum æfinga þinna og fylgst nákvæmlega með púlsinum þínum og brennslu 24/7.


Skiptu um ól til að passa við þitt útlit

Úrval af QuickFit ólum í boði t.d. premium leður, stál eða silíkon. Skipt er um ól með einum takka sem auðveldar þér að skipta út ól eftir þörfum.

Allt sem þú þarft að vita um þína æfingu

Þú miðar að því að verða betri og betri, þetta rekur þig í gegnum óteljandi klukkustundir af æfingum. Nýtt forrit sem er innbyggt í fenix 5 þar sem er auðvelt að skoða allar þær upplýsingar sem þú þarft á að halda til að halda áfram að ná árangri og æfa enn betur.

 • Æfinga staða: Segir þér hvernig árangursrík þjálfun er og veitir leiðbeiningar um hvort líkamsþjálfun þín sé afkastamikill og að skila sér.
 • VO2Max (áætluð hámarks súrefnisupptaka): Hægt er að áætla hámarks súrefnisupptöku (VO2 max) með því að reikna saman hlauphraða, púls og sveiflur í hjartslætti. Þá er hægt að fylgjast með breytingum og bera saman þinn fyrri árangur og árangur hjá öðrum. Úrið áætlar fyrir þig hlaupatíman út frá VO2 max og ráðleggur þér svo um hvíldartíma milli æfinga.
 • Training Load: Segir þér hversu mikið þú æfir yfir ákveðið tímabil, sama hvaða íþrótt eða hreyfingu þú ert að stunda.
 • Recovery Advisor: reiknar út æskilegan hvíldartíma eftir þín æfingu.

Nákvæmari greiningatól eins og functional threshold power (FTP) og mjólkursýrumyndun hjálpa þér að dæma raunverulegan árangur þegar þú ert að hjóla eða hlaupa. Race Predictor hjálpar þér að reikna út raunhæfan tíma sem tekur þig að klára 5k, 10k, hálft maraþon og maraþon, úrið reiknar tímann út frá VO2max. Training Effect 2.0 mun gefa þér raunverulegar niðurstöður um hvort að erfiðar æfingar séu að skila sér.

Hlauptu betur

Nú er hægt að fara lengra með þeim gögnum sem þú færð þegar þú hleypur. Garmin þjálfunar fítusar eins og physiological metrics og advanced running dynamics geta bætt formið þitt og heildar árangur. Metrics gefa þér meðal annars Performance condition sem ber saman raunverulegt líkamsástand þitt við meðal líkamsástand þitt, hlaupa cadence, og skrefalengd. Gerðu hvert hlaup persónulega áskorun, kepptu á móti öðrum með Strava Live Segments, fáðu viðvaranir þegar þú kemur inn á byrjun á segmenti (keppnisleið) og endann á segmenti, fylgistu með árangri þínum á keppnisleiðum miðað við aðra á sérstakri stöðutöflu (leaderboard).

Þegar fenix 5s er parað við samhæfan hjartsláttarmæli sem fer utan um brjóstið eins og HRM-Run mælirinn frá Garmin, þá færð þú enn þá fleiri upplýsingar heldur en þú færð úr innbyggð púlsmælinum, það eru upplýsingar eins og Stress Score til þess að þú fáir betri mynd af því hvaða dagar henta þér betur til æfinga og hvaða dagar henta betur til hvíldar. Fleiri upplýsingar sem HRM-Run púlsmælirinn gefur þér er Vertical oscillation og ratio eða ground contact time og balance til að ná enn betri árangri.

Víðavangshlaup

fenix 5s kemur forhlaðinn með eiginleikum sem skipta öllu máli þegar þú ert mikið að fara upp brekkur/fjöll. Auto Climb/Run skiptingin gefur þér réttar mælingar við þær aðstæður. Með þessari stillingu getur þú sett inn sérstakan hraða þegar þú ert að hlaupa á jafnsléttu og sérstakan hraða þegar þú byrjar að klifra. Þú getur notað nákvæmt fjallakort til að gera þér grein fyrir umhverfinu í erfiðum aðstæðum. Fyrir þá sem eru að nota fenix 5s fyrir lengri ferðir sem þarfnast enn þá lengri rafhlöðuendingu þá er í boði sérstök stilling fyrir þá sem gefur þér tækifæri á að lengja líftíma rafhlöðunnar umtalsvert. Þessi stilling kallast UltraTack og gefur þér allt að 60 klst. rafhlöðuendingu, þar notar tæki sérstakan gyro-reinforced skynjara til að hjálpa við að spara rafhlöðuna.

Multisport / þríþraut

Fyrir fjölnota íþróttamann er fenix 5s hið fullkomna tæki. Fenix 5 kemur forhlaðið með prófílum eins og Swim-Run og Triathlon, þú getur svo búið til þína eigin prófíla í tækinu eftir þörfum eins og t.d Run-Bike. Í þessum prófílum getur þú skipt á milli íþrótta með einum takka.

Úrið fyrir alls konar íþróttir

Fyrir utan alla hlaupa eiginleikana, þá býður fenix 5s líka upp á sérstaka fítusa fyrir hjóla æfingar, sund æfingar, skíði, golf og róðrar íþróttir, (telur hvað þú róar oft á mínútu). Fyrir hjólreiðamanninn þá getur þú sett inn hraðamörk og vegalengd sem þú vilt fara og síðan er hægt að tengja hjólaskynjara eins og aflmæli og cadence. Fyrir sund þá þá telur úrið hvað þú ferð langt, hversu mörg sundtök þú tókst og hversu margar ferðir þú ferð ásamt fleiru. Skíða og snjóbretta prófílar eru einnig forhlaðnir þar sem þú færð upplýsingar um hverja ferð fyrir sig ásamt heildar mælingum. Úrið fer í sjálfvirka pásu þegar þú ferð í lyftuna. Golf prófílinn gefur þér vegalengd að byrjun, miðju og endann á flötinni, ásamt því að þú getur skráð inn skor og tölfræði. Þú getur skoðað lögunina á flötinni og einnig heldur það sjálfkrafa utan um vegalengdir á öllum þeim höggum sem þú tekur. Golfvellir koma ekki forhlaðnir en þú ert með aðgang að meira en 40.000 völlum sem hægt er að sækja í gegnum Garmin Connect appið, þessir 40.000 vellir eru út um allan heim og það eru lang flestir golfvellir á Íslandi.

Fyrir hjólreiðamenn þá er hægt að tengja fenix 5s við Varia ™ vörur frá Garmin, eins og ljós, ratar, Varia Vision gleraugu.

Skynjarar

fenix 5s er með bæði GPS og GLONASS gervihnattamóttakara. Úrið er með leiðsögu fítusa eins og TracBack sem vísar þér sömu leið til baka. Til að ná sem bestri nákvæmni við leiðsögn þá stillir tækis sjálfkrafa skynjara með hjálp GPS. Innbyggði loftþrýstingsmælirinn (altimeter) gefur þér nákvæma hæðarmælingu og gefur þér upplýsingar um hækkun og lækkun. Skynjarar eins og thermometer og barometer get svo nýst til að segja til um veðurbreytingar. 3-ása rafeindakompásinn gefur þér nákvæma stefnu hvort sem þú er kyrr eða á hreyfingu.

Svo margar leiðir til að vera tengdur

Allir fenix 5s gerðir geta sýnt þér tilkynningar frá snjallsíma, þú þarft að para úrið við snjallsíma með bluetooth til að geta fengið þessar tilkynningar. Þú getur séð tilkynningar frá tölvupósti, smáskilaboðum, Snapchat, Facebook, Intagram og fleira. Það sem er svo nýtt frá fyrri gerðum er Group Track sem gerir þér kleift að fylgjast með á úrinu hvar félagar þínir eru staddir og þeir hvar þú er staddur. Þú getur sjálfkrafa flutt gögn frá tækinu með bluetooth yfir á Garmin Connect appið. Einnig er í boði Live Track sem þú getur leyft vinum og vandamönnum að fylgjast mér þér LIVE. Að sjálfsögðu er einnig hægt að flytja gögn yfir í tölvu með USB kapli. Garmin Connect er bæði vefsíða og app sem hægt er að skoða gögnin á og það er einnig hægt að tengja síður eins og Strava beint við Garmin Connect þannig að gögnin fari sjálfkrafa þar inn.

Sérhönnuð smáforrit og úra útlit

Þú getur sérsniðið útlitið á fenix 5s með því að niðurhala frítt á Connect IQ app store. Þú getur einnig náð í auka glugga inní forhlaðin forrit og bætti við auka prófílum. Garmin er stöðugt að vinna með topp fyrirtækjum og hönnuðum við að auka þá möguleika sem úrið hefur upp á að bjóða. Úrið getur unnið samhliða forritum eins og Uber, Stava, AccuWeather og fleirum.

Garmin Face It

Þú getur náð frítt í smáforrit (app) sem heitir Garmin Face It™ sem er úra útlit í ljósmyndum, eina sem þarf að gera er að ná í appið velja ljósmynd úr símanum þínum og þú getur haft bakgrunn úrsins með mynd úr þínu safni.

1Activity tracking accuracy
2When paired with a compatible smartphone
3When paired with a heart monitor. Included with some models, sold separately on others
4When paired with a compatible smartphone – GroupTrack can track up to 50 people.

Almennar upplýsingar

Snjallúr
Framleiðandi Garmin
Eiginleikar.
Módel Fenix 5s
Skjástærð (BxH í cm eða tommur) 1,1"
Snertiskjár Nei
GPS Já, GLONASS
Rafhlaða Lithium-ion
Púlsmælir þráðlaus Innbyggður í úri
Litur og stærð.
Litur Svartur
Stærð (HxBxD) 42,0x42,0x14,5mm
Þyngd (g) 67 (með sílíkon ól)

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt