Vörumynd

Garmin Approach S60 - Svart

Garmin

Garmin Approach® S60 golf snjallúrið er sérsniðið til að veita þær upplýsingar sem þú þarft á golf vellinum svo þú verðir enn betri í golfi. Snjallúrið er með 1.2" litaskjá sem...

Garmin Approach® S60 golf snjallúrið er sérsniðið til að veita þær upplýsingar sem þú þarft á golf vellinum svo þú verðir enn betri í golfi. Snjallúrið er með 1.2" litaskjá sem varpar frá sér sólarljósi og útlitið er flott á vellinum jafnt sem utan þess.

Auðvelt viðmót

Viðmótið er auðvelt í notkun og hefur sjálfvirka golfvallar greiningu og greinir sjálfvirkt holuskipti. Viðmótið veitir þér nákvæmlega þær upplýsingar sem þú þarft þær til að geta spilað þinn besta leik.

Fylgstu með og náðu árangri

AutoShot leikjamæling greinir sjálvirkt næstu holu á golf vellinum og vistar hvar sveiflurnar eru teknar og hversu langt höggið er til greiningar eftir leikinn á Garmin Connect™ . Auto Measure Shot mælir lengd höggsins í metrum.

Þekktu golfvöllinn

Kort af yfir 40.000 golfvöllum allstaðar í heiminum er innbyggt í úrinu og sjálfvirkar uppfærslur eru fyrir þá velli sem þú spilar hvað oftast á þegar úrið er samstillt við Garmin Connect.

Fáðu nákvæma lengdarmælingar fyrir hverja staðsetningu á vellinum, ásamt PlaysLike lengdarmælingu sem aðlagar lengdarmælinguna til að taka tillit til hvort höggið sé tekið upp í mót eða niðri í mót svo þú getur valið bestu kylfuna fyrir höggið og aðstæður. Með Touch Targeting getur þú valið hvaða staðsetningu sem er á kortinu fyrir nákvæmar mælingar fyrir viðkomandi staðsetningu hvort sem staðsetningin sé á brautinni, sandsvæðum eða í vatni ofl.

Færðu pinnann

Green View veitir þér upplýsingar um lögun svæðisins hvar sem þú ert á vellinum og þú getur handvirkt fært pinnan til á kortinu fyrir réttar staðsetningu þann daginn fyrir betri nákvæmni. PinPointer veitir meira að segja upplýsingar um í hvaða átt pinninn er þegar blint högg er tekið.

Ávallt sigurvegari

Þú getur keppt við aðra golfara á yfir 40.000 golfvöllum til að sjá hvernig þér gengur samanborið við vini þína með Garmin Golf appinu. Hver golfvöllur hefur sinn eigin vikulega topplista, sem allir geta verið þáttakendur í, þú getur einnig sett upp þitt eigið golfmót og boðið öðrum golfspilurum með í mótið. Með Approach S60 getur þú séð stigin þín inn á topplistanum í rauntíma þegar þú spilar brautina.

Persónulegt, hefðbundið úr og snertiskjár

Samstilltu Approach S60 snjallúrið við snjallsíma svo þú getur fengið tilkynningar á úrið þegar síminn hringir, sms eða tölvupóst berst og aðrar tilkynningar. Hægt er að tengjast við Garmin Golf appið sem gerir þér kleift að keppa á topplistum við aðra vini á yfir 40.000 golvöllum. Hægt er að hlaða niður sérsniðnum myndum á úrið, öppum og ýmsum búnaði frá Connect IQ™ store .

Stuðlaðu að hreyfingu innan vallar jafnt sem utan

Með allt að 10 tíma hleðslu á úrinu á meðan golfinu stendur og allt að 10 daga hleðslu í einfaldri notkun sem hefðbundið úr er hægt er að nota úrið fyrir meira en golf, það kemur með sniðum fyrir hlaup, hjól, sund og fleira. Úrið mælir einnig hreyfingu yfir daginn, titrar við tilkynningar, sýnir fjölda brenndra hitaeininga og fjölda skrefa. Approach S60 hjálpar þér að stuðla að aukinni hreyfingu dag sem nótt.

Almennar upplýsingar

Snjallúr
Framleiðandi Garmin
Eiginleikar.
Módel Approach S60
Skjágerð sunlight-visible, transflective memory-in-pixel (MIP)
Skjástærð (BxH í cm eða tommur) 1,2"
Snertiskjár
Myndavél Nei
Vatnsvörn
GPS
Bluetooth
Bluetooth tækniupplýsingar Bluetooth® Smart og ANT+®
Rafhlöðuending Smartúr allt að 10 dagar og allt að 10 klst í GPS ham.
Annað Skrefamælir, mælir kaloríur, vegalengd og svefnmælir
Púlsmælir þráðlaus Hægt að kaupa sér
Litur og stærð.
Litur Svartur
Stærð (HxBxD) 46 x 46 x 14.5 mm
Þyngd (g) 52

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt