Vörumynd

Xebex Air Rower 2.0 Smart Connect

Xebex
Air Rower 2.0 Smart Connect róðravélin frá Xebex er heavy duty róðravél sem að þolir gríðarlega notkun. Vélin byggir á stillanlegri loftmótstöðu en viftan hefur 10 mótstöðustillingar sem auðvelt er að flakka á milli. Smart Connect mælaborðið sýnir allar helstu upplýsingar ásamt því að tengjast snjalltækjum og opna þannig fyrir tengingar við ýmis æfingaröpp. Róðravélin er samanbrjótanleg og þegar …
Air Rower 2.0 Smart Connect róðravélin frá Xebex er heavy duty róðravél sem að þolir gríðarlega notkun. Vélin byggir á stillanlegri loftmótstöðu en viftan hefur 10 mótstöðustillingar sem auðvelt er að flakka á milli. Smart Connect mælaborðið sýnir allar helstu upplýsingar ásamt því að tengjast snjalltækjum og opna þannig fyrir tengingar við ýmis æfingaröpp. Róðravélin er samanbrjótanleg og þegar hún er samanbrotin þá tekur hún 50% minna pláss á gólfi. Virkilega endingargóð róðravél Air Rower 2.0 róðravélin er þétt og góð en hún er um 42kg að þyngd og stendur því afar stöðug á gólfi. Xebex hefur álagsprófað vélina með vélörmum sem að toguðu 1.000.000 sinnum fullt tak án þess að nokkuð sæi á vélinni. Hámarksþyngd notanda er 227kg og því geta heimanotendur jafnt sem æfingastöðvareigendur verið vissir um að vélin endist vel. Smart connect mælaborð Air Rower 2.0 er búinn Smart Connect mælaborðinu sem gerir þér auðvelt að fylgjast með öllum lykilupplýsingum. Skjárinn sýnir meðal annars tíma, tíma/500m, Wött, Púls (ef þú tengir púlsmæli), vegalengd, tök per mínútu og kaloríur. Skjárinn býður upp á 8 mismunandi stillingar á uppröðun upplýsinga svo að þú getur haft mælieininguna sem þú ert að fylgja í miðjunni. Smart connect kerfið er bluetooth tenging við snjalltæki sem að opnar fyrir notkun á fjölda æfingarappa. Þægindi í notkun Hönnuðir Xebex hafa hugsað til hvers snertipunkts en vélin er afar þægilega í notkun. Handfangið er úr gripgóðu efni sem heldur vel gripi þrátt fyrir svita. Sætið á vélinni er mýkra en sæti hjá flestum keppinautum en það er góð breyting að taka langa æfingu án þess að afturendinn verði alveg dofinn. Sætishæðin er líka hærri en gengur og gerist (50cm) svo að aðgengi er betra fyrir þá sem eru að glíma við eymsli í hnjám. Síðast en ekki síst eru Xebex með “1 touch” stillingar á fótstigum sem virkar mjög vel t.d. Þegar nokkrir eru að nota sömu vélina í lotuþjálfun. Auðvelt að geyma Air Rower 2.0 er samanbrjótanleg en þegar hún er í samanbrotinni stöðu þá tekur hún um 50% minna pláss. Afar auðvelt er að brjóta hana saman með því að þrýsta á stöng sem er undir henni miðri og ýta sleðanum upp. Í samanbrotinni stöðu stendur vélin á 4 hjólum svo afar auðvelt er að færa hana til. Helstu mál o.fl. Mál í notkun (LxBxH): 251x51x115cm Mál samanbrotin (LxBxH): 91x51x134cm Mál kassa (LxBxH): 146x66x38cm Lengd rennu: 139,7cm Þyngd vélar: 42,1kg Mótstaða: Loft Mótstöðustillingar: Haklaus 10 þrepa stilling Mælaborð: Smart connect Mælaborð sýnir: Heildartíma, tími/500m, meðalvegalengd per tog, hámarkspúls, kaloríurbrennsla per klukkutíma, kraftkúrva, hámarks wött, watt per tog, meðalwött. Innbyggð prógröm: quick start, competition racing, interval/tabata, Target time, Target distance, Target calories, Target Strokes, Target heart rate o.fl. Tengimöguleikar: Smart connect kerfið tengist við snjalltæki og virkar með ýmsum öppum. Hámarksþyngd notanda: 227kg Framleiðsluland: Taívan

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt