Vörumynd

Garmin Epix útivistaæfingarúr

Garmin

Kortagrunnur í lit ásamt GPS og GLONASS á hendinni

  • 1.4-tommu litaskjár í hárri upplausn
  • 8 GB innbyggt minni til að hlaða inn kortum eða gerfihnattamyndum
  • ...

Kortagrunnur í lit ásamt GPS og GLONASS á hendinni

  • 1.4-tommu litaskjár í hárri upplausn
  • 8 GB innbyggt minni til að hlaða inn kortum eða gerfihnattamyndum
  • Ryðfrítt stál EXO™ loftnet með GPS/GLONASS móttakara
  • Hæðatölva, loftvog og 3ja ása rafeindaáttaviti

epix er fyrsta úr sinnar tegundar, með snertiskjá í lit, háa upplausn, GPS/GLONASS og hægt að hlaða inn kortum og gerfihnattamyndum. Átta GB af innbyggðu minni gera þér kleift að hlaða inn kortum, eins og t.d. götu og hálendiskorti af íslandi, auk þess sem hægt er að sækja sér BirdsEye gerfihnattamyndir og hlaða inná úrið. Hið byltingakennda, stainless steel EXO loftnet ásamt GPS og GLONASS móttakara, gefa sterkara merki og styttri tíma að ná staðsetningu.

Kortavinnsla: epix kemur með snertiskjá sem gerir einfalt og þægilegt að skoða og færa sig til á kortunum sem þú setur í úrið, hvort sem það er íslandskort eða kort erlendis. Með 8 GB minni og kortastuðning geturðu bætt við og unnið með hin ýmsu kort, eins og t.d. götukort, hálendiskort, BirdsEye gerfihnattamyndir og sjókort.

Extensive Navigation Features: Ný og nákvæm EXO loftnetstækni gefur þér aukinn GPS styrk og styttri tíma að ná GPS merki. epix notar HotFix® og tengist bæði GPS og GLONASS og er því mun fljótara að ná staðsetningu en úr sem eru bara með GPS. Þegar staðsetningu er náð geturðu notaða hina ýmsu leiðsögumöguleika sem úrinu fylgja. Þú getur látið úrið teikna upp ferla, leiðbeina þér eftir ferlum, rata til baka eftir ferlum, vistað pungta eða hnit, ratað að pungtum eða gert leið milli margra pungta.

Hæðamælir, Loftvog og Áttaviti: epix kemur með sjálfstillandi hæðamæli, loftvog og áttavita sem veita þér mikilvægar upplýsingar í rauntíma. Hæðamælirinn veitir þér upplýsingar um hæð, hækkun og lækkun á meðan loftvogin gefur þér möguleika á að spá fyrir um veðurbreitingar með því að sýna breitingar í loftþrýstingi. Þriggja ása rafeindaáttavitinn gefur þér svo rétta stefnu, hvort sem þú ert á hreyfingu eða kyrr.

Fullkomið æfingarúr: Nú er óþarfi að skipta um úr milli áhugamála. Með epix ertu snöggur að skipta á milli stillinga, hvort sem það eru ákveðnar æfingar eða almenn útivist.

Sterkbyggð hönnun: epix úrið er sterkbyggt með sterkri glerlinsu og PVD húðuðu yfirborði. Einnig er úrið vatnshelt niður á 50 metra og er hannað til að þola hörðustu aðstæður. Þetta er alvöru útivistarúr með alvöru leiðsögumöguleikum og hentar í alla útivist.

Connect IQ™: epix notast við Connect IQ til að setja inn sérsniðið útlit, viðbótar upplýsingar og smáforrit. Þannig geturðu sett úrið upp eftir þínu sniði svo að það nýtist þér sem best.

Vertu tengd/ur: epix sýnir þér þær upplýsingar eða skilaboð sem þú færð í snjallsímann þinn eða annan samhæfanlegan Bluetooth búnað¹, svo að þú missir ekki af símtölum, tölvupósti eða öðrum skilaboðum. Og með Garmin Connect™ geturðu tengst samfélagi á netinu sem nýtur útiveru eins mikið og þú og með Connect IQ geturðu sótt þér smáforrit og viðbótar upplýsingar, sérsniðið fyrir epix. Með rauntímaferlun (LiveTrack), geta aðrir fylgst með ferðum þínum í gegnum Garmin Connect á snjallsímanum þínum.


Sund upplýsingar:

Sund í laug (ferðir, vegalengd, hraði, sundtakafjöldi, kaloríur) Já
Greinir sundtegund Já
Sjósund (vegalengd, hraði, sundtakafjöldi, kaloríur) Já
Útivistar upplýsingar

Möguleiki á að bæta við kortum Já

Almennar upplýsingar

GPS tæki
Framleiðandi Garmin
Almennar upplýsingar.
Skjástærð (BxH í cm eða tommur) 3,56x3,56cm (1,4'')
Upplausn 205x148
Snertiskjár
Þyngd (g) 85
Rafhlaða Lithium-ion
Rafhlöðuending (klst) Allt að 24 klst í GPS, 16 vikur sem venjulegt úr
Vatnsþéttni Já, 5 ATM
Kortagerð og geymsluminni.
Grunnkort
Innra geymsluminni 8 GB
Veg-, eftirlits- og staðarpunktar 1000
Eiginleikar.
Rafeinda-kompás
Hæðamælir (Baro-mælir)
Veiðidagatal Nei
Upplýsingar um sólstöðu Nei
Flóðatafla Nei
Flatarmáls útreikningur Nei
SubGroup Öryggis leiðsögumöguleikar. SubGroup
Ljósmyndaleiðsögn Nei
Viðbótar möguleikar.
Annað Connect IQ, Skiðastilling, Vinnur með Garmin Connect, Sjáflvirkt sync
Fylgihlutir í kassa USb hleðslusnúra, AC spennibreytir, flýtileiðbeiningar
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt