Forystu-flekkur og fleiri sögur er fallegt safn af samskiptum manna og dýra. Bókin kom fyrst út árið 1950 en hefur verið ófáanleg um áratuga skeið. Hér er á ferðinni einstæður gluggi ...
Forystu-flekkur og fleiri sögur er fallegt safn af samskiptum manna og dýra. Bókin kom fyrst út árið 1950 en hefur verið ófáanleg um áratuga skeið. Hér er á ferðinni einstæður gluggi inn í gamla bændasamfélagið og hina rómantísku náttúrusýn þar sem saman fóru nytjar af búpeningi og virðing fyrir hverju dýri sem fullveðja einstaklingi. Slík sýn er lærdómsrík og mikilvægt innlegg í dýraverndarumræðu samtímans. Einar E. Sæmundsen (1885-1953) skógarvörður valdi sögurnar.