Vörumynd

Sæluvíma

Enski mannfræðingurinn Andrew Bankson er einangraður á vettvangi við rannsóknir á ættbálki sem býr við Sepik-fljótið á Nýju-Gíneu og rannsóknir hans ganga illa. Úrkula vonar er hann að því kominn að stytta sér aldur þegar hann rekst á hina frægu og hrífandi Nell Stone og kaldhæðinn eiginmann hennar, Fen, en bæði eru þau mannfræðingar. Úr verður áhugavert samstarf og ástríðufullt s...

Enski mannfræðingurinn Andrew Bankson er einangraður á vettvangi við rannsóknir á ættbálki sem býr við Sepik-fljótið á Nýju-Gíneu og rannsóknir hans ganga illa. Úrkula vonar er hann að því kominn að stytta sér aldur þegar hann rekst á hina frægu og hrífandi Nell Stone og kaldhæðinn eiginmann hennar, Fen, en bæði eru þau mannfræðingar. Úr verður áhugavert samstarf og ástríðufullt samband en ekki líður á löngu uns afbrýðisemi og græðgi stefnir öllu í voða.

Sæluvíma (Euphoria) er margverðlaunuð skáldsaga eftir bandaríska rithöfundinn Lily King. Hún byggir á raunverulegum atburðum í lífi bandaríska mannfræðingsins Margaretar Mead þegar hún var við störf á Nýju-Gíneu árið 1933 ásamt þáverandi eiginmanni sínum, Reo Fortune, og Gregory Bateson sem hún átti eftir að giftast síðar.

Verslaðu hér

  • Penninn
    Penninn Eymundsson 540 2000 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt