Vörumynd

Hues and Cues

Hvaða lit hugsar þú um ef ég segi „epli“? Hues and cues er litríkt spil um samskipti sem spanna regnbogann og leikmenn þurfa að tengja liti við orð. Með aðeins eitt eða tvö orð að vopni reyna leikmenn að hjálpa öðrum að giska á sérstakan lit af 480 litum sem eru á leikborðinu. Þeim mun nær sem giskið er, þeim mun fleiri stig fást. Safnaðu saman þremur til tíu manneskjum til að spila þetta stutt...
Hvaða lit hugsar þú um ef ég segi „epli“? Hues and cues er litríkt spil um samskipti sem spanna regnbogann og leikmenn þurfa að tengja liti við orð. Með aðeins eitt eða tvö orð að vopni reyna leikmenn að hjálpa öðrum að giska á sérstakan lit af 480 litum sem eru á leikborðinu. Þeim mun nær sem giskið er, þeim mun fleiri stig fást. Safnaðu saman þremur til tíu manneskjum til að spila þetta stutta og einfalda spil. Fyrst felur „vísbendarinn“ einn lit sem viðkomandi valdi úr heilum spilastokk af litum. Það eru 480 litbrigði til að velja úr! Eftir að fá vísbendingu með einu eða tveimur orðum setja allir merkilinn sinn á lit sem þau halda að sé verið að lýsa. „Kaffi.“ Er það dökkbrúnn, eins og nýlagað? „Au lait.“ Með mjólk? Það þýðir að liturinn er eitthvað ljósari. Notið dæmi úr daglega lífinu, frá náttúrunni eða poppkúltúr, efni eða tilfinningum. Allir sem spila fá að gefa vísbendingu og giska. Þeim mun betri sem giskin þín eru, þeim mun fleiri stig færðu. Ef þú þekkir reynsluheim annarra leikmanna, þá ertu í enn betri stöðu til að  skilja hvaða lit átt er við. VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR 2021 American Tabletop Early Gamers - Meðmæli 2020 Golden Geek Light Game of the Year - Tilnefning 2020 Golden Geek Best Zoomable Game - Tilnefning

Verslaðu hér

  • Spilavinir
    Spilavinir ehf 553 3450 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt