Vörumynd

Jökull - hvítur 140x200

Jökull er hannaður fyrir þá sem vilja rúmföt sem hafa sérstöðu og eru umfram allt falleg. Efnið í rúmfötunum er rykkt í mörgum röðum þvert yfir verið og mynda því skemmtilegan pífueffekt. Koddaverið er einnig rykkt en því er lokað á hliðunum með slaufum.

Jökull er ofinn úr sérvalinni 380 þráða 100% Pima bómull sem er einstaklega mjúk og endingargóð. Hár þráðafjöldi þýðir meiri þéttl...

Jökull er hannaður fyrir þá sem vilja rúmföt sem hafa sérstöðu og eru umfram allt falleg. Efnið í rúmfötunum er rykkt í mörgum röðum þvert yfir verið og mynda því skemmtilegan pífueffekt. Koddaverið er einnig rykkt en því er lokað á hliðunum með slaufum.

Jökull er ofinn úr sérvalinni 380 þráða 100% Pima bómull sem er einstaklega mjúk og endingargóð. Hár þráðafjöldi þýðir meiri þéttleiki í vefnaðinum, meiri mýkt og meiri rakadrægni. Gera má ráð fyrir að bómullin þurfi þrjá til fjóra þvotta til að draga í sig þann vökva sem hún þarf til þess að ná hámarks mýkt. Við mælum með að rúmfötin séu þvegin við 40° hita, með mildu þvottaefni (án klórs) og ekki sé notað mýkingarefni. Nánari þvottleiðbeiningar má nálgast hér.

Verslunin leggur mikið upp úr umhverfisvernd og notast því eingöngu við liti sem eru án þungamálma og eituefna í framleiðslu sína. Bómullin sjálf er auk þess unnin án allra klórefna. Markmið Lín Design er að draga úr óumhverfisvænum umbúðum og því notast verslunin eingöngu við rennda fjölnota bómullarpoka undir þann rúmfatnað sem hún hannar.

Lín Design býður viðskiptavinum sínum nú að skila notðu líni aftur til verslunarinnar gegn 20% afslætti af sambærilegri vöru. Rauði kross Íslands sér síðan um að koma því sem skilað er til þeirra sem á þurfa að halda.

Stærð: 140X200 50x70

Verslaðu hér

  • Lín design
    Lín design 533 2220 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt