Vörumynd

LATTISSIMA TOUCH

Nespresso Ísland

Lattissima Touch er einstakt kerfi sem er sett af stað með einni snertingu. Með Lattissima Touch er hægt að útbúa sex uppskriftir með því að ýta á einn hnapp. Þú getur því notið fjölmargra kaffi-...

Lattissima Touch er einstakt kerfi sem er sett af stað með einni snertingu. Með Lattissima Touch er hægt að útbúa sex uppskriftir með því að ýta á einn hnapp. Þú getur því notið fjölmargra kaffi- og mjólkuruppskrifta án þess að yfirgefa heimilið.

Það tekur bara örskotsstund að útbúa ómótstæðilegt ristretto, espresso, lungo, cappuccino, latte macchiato eða heita mjólkurfroðu sem hægt er að nota í ótal kaffi- og mjólkuruppskriftir. Hægt er að nota stillihnappinn fyrir mjólkurfroðuna til að breyta áferð froðunnar eftir smekk hvers og eins.

Hægt er að stilla bollabakkann til að nota bolla og glös af ýmsum stærðum. Mjólkurílátið má geyma í ísskáp eða taka það í sundur og þvo í uppþvottavél. 19 bara háþrýstidælan er lykillinn að því að ná öllu bragði og ilmi úr hverju kaffihylki og búa til einstaklega þétta og ljúffenga froðu. Hraðvirkt hitunarkerfið nær réttum hita á aðeins 40 sekúndum (25 sekúndum ef aðeins er um kaffi að ræða).

Vélin gefur frá sér viðvörun í samræmi við vatnshörkustillinguna (5 stillingar) og áfestanlega afkölkunarleiðslan gerir afkölkunina enn auðveldari. Til að spara orku slokknar sjálfkrafa á vélinni þegar hún hefur verið óvirk í níu mínútur (stillanlegt).

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt