Vörumynd

Örbylgjuofn frístandandi

- með sjálfvirkum kerfum og grilli.

Þessi vara er sérpöntunarvara.


Helstu eiginleikar
  • Fáanlegur í CleanSteel
  • Stærð innanrýmis - 26 Lítrar
  • EasyControl - 7 lið...

- með sjálfvirkum kerfum og grilli.

Þessi vara er sérpöntunarvara.


Helstu eiginleikar
  • Fáanlegur í CleanSteel
  • Stærð innanrýmis - 26 Lítrar
  • EasyControl - 7 liða LCD skjár með snúningstökkum
  • Heldur matvælum heitum - hentugt og þægilegt
  • Quartz Grill - falleg og jöfn brúnun
  • 17 sjálfvirk kerfi - fullkomin afþýðing og eldun
  • Minni - hraðval allt að 3 sérstilltra kerfa
Hönnun og útlit
Eiginleikar
Eldunarkerfi
Þægilegt viðhald
Umhverfið, orkunýting og sjálfbærni
Öryggi
Tæknilegar upplýsingar
Fylgihlutir

Almennar upplýsingar

Hönnun: Frístandandi örbylgjuofn frá Miele
Stjórnborð: EasyControl –7 liða LCD skjár með snúningstökkum
Skjár: Stafrænn skjár – sýnir klukku, örbylgjuafl og eftirstöðvar eldunartíma
Ofnhurð: Vinstri hengd opnhurð
Innanrými ofns: 26 lítra innanrými
Snúningsdiskur: Þvermál snúningsdisks er 32,5 cm. Mögulegt er að setja diska sem eru allt að Ø32 cm í örbylgjuofninn
Lýsing: LED lýsing í toppi
Hita- örbylgjustjórnun: Nákvæm stafræn stjórnun á örbylgju. Ofninn sýnir stafrænt örbylgjuafl og eftirstöðvar eldunartíma
Aflstillingar örbylgju: Stillanlegar frá 80-900 W
Quarz grill: 800 W grillelement. Quarz grill nýtir orku betur en önnur grill og verður ekki rauðglóandi
Klukka: Hægt að stilla inn mínútuteljara
Hraðval: Mögulegt er að velja hraðval (Quick start) með einni snertingu. Hentar til dæmis vel til að hita upp drykk
Heldur heitu: Örbylgjuofninn heldur mat heitum á einföldum örbylgjukerfum í allt að 15 mínútur eftir að eldunarkerfi er lokið. Þetta á við þegar valið er kerfi að minnsta kosti 10 mínútna langt og afl örbylgju er að minnsta kosti 450 W
Sérhönnuð notendakerfi: Mögulegt er að búa til eitt sérhannað notendakerfi (Memory) fyrir uppáhalds uppskriftina. Kerfið getur verið þríþætt (t.d. 600W í 1 mínútu, síðan Grill í 2 mínútur og loks 150W+Grill í 3 mínútur)
Grill: Grill (Grill) er gott að nota þegar grilla þarf mikið magn af þunnum sneiðum (t.d. kjöti) og til að brúna stóra rétti í eldföstum mótum
Örbylgja: Örbylgja (Microwave solo) er notuð til þess að afþýða, elda og hita mat hratt
Örbylgja og grill: Örbylgja og grill (MW + Grill) er gott að nota þegar grilla þarf þunnar sneiðar (t.d. kjöt) og til að brúna rétti í eldföstum mótum. Sambyggða kerfið tekur skemmri tíma en venjulegt grill
Sjálfvirk kerfi: Örbylgjuofninn sér um eldunina/afþýðinguna, þú stillir inn þyngd matvæla og hvort þau séu frosin eða fersk. Ofninn reiknar síðan út eldunartímann og árangurinn lætur ekki á sér standa
Framhlið: Framhlið er ryðfrí (CleanSteel) og auðveld í þrifum. Hana má þrífa með örtrefjaklút og vatni
Innanrými ofns: Innanrými ofns úr ryðfríu stáli og snúningsdiskur úr gleri
Orkusparandi lýsing: Mögulegt að stilla skjáinn þannig að hann slökkvi á sér á nóttunni (frá 23.00-04.00)
Öryggislæsing: Mögulegt er að virkja öryggislæsingu (System lock) sem kemur í veg fyrir að óviðkomandi aðili geti kveikt á ofninum
Öryggis slökkvari: Örbylgjuofninn slekkur sjálfkrafa á sér að ákveðnum tíma liðnum. Þetta á við ef kveikt hefur verið á ofninum í langan tíma og engin sérstök aðgerð valin
Hurðarskilaboð: Hurrðarskilaboð (Door ) sem birtast á skjá er áminning um að ofninn ætti ekki að vera í gangi án matvæla. Skilaboðin birtast ef hurðin er búin að vera lokuð lengur en 20 mínútur eftir að ýtt hefur verið á Start hnappinn
Tækjamál / innbyggimál: Sjá link með tækjamálum undir mynd
Afl / spenna / öryggi: 2,17 kW / 220-230 V /16 A
Grillgrind: Ein grillgring fylgir. Má nota á öllum kerfum NEMA einföldum örbylgjukerfum (Microwave Solo)
Plasthlíf: Ein plasthlíf fylgir. Notið AÐEINS á einföldum örbylgjukerfum (Microwave Solo)
Suðustafur: Einn suðustafur fylgir
Gourmet diskur: Einn hringlaga diskur með viðloðunarfríu yfirborði fylgir
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt