Vörumynd

Markmaðurinn og hafið

„Hver er venjulega í marki?“ Ég varð forviða. Hvernig í ósköpunum vissi hann það ekki? Allir í bænum vissu að Lena er markvörður í strákaliðinu. Núna steig hún inn í hringinn með ...

„Hver er venjulega í marki?“ Ég varð forviða. Hvernig í ósköpunum vissi hann það ekki? Allir í bænum vissu að Lena er markvörður í strákaliðinu. Núna steig hún inn í hringinn með markmannshanska og leit frekjulega á manninn í svarta æfingagallanum. „Ég.“ „Bara þú?“ Nýr knattspyrnuþjálfari færir dökk ský yfir Lenu Lid, tólf ára. Í nágrannahúsinu veltir Trilli fyrir sér hvernig hann geti heillað nýju stelpuna í bekknum. Og úti á sjó krækir afi í stóra fiska án þess að leiða hugann að því að hann sé að eldast. Þau þurfa að berjast við sjálf sig og náttúruöflin á þessu ári, Lena, Trilli og afi. Hvað eiga menn að gera ef vindurinn stendur alltaf í fangið og enginn hefur áhuga á því hvað hver og einn getur? Það er alla vega ekki hægt að sætta sig við það. Eins og Lena Lid segir þegar hún lendir í þröngri stöðu: „Núna verður maður að standa sig.“

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt