Vörumynd

Cloud b Twilight Turtle

Cloud B
Twilight Turtle sæt skjaldbaka með harða skel sem varpar stjörnum á veggi herbergisins. Á hverri skjaldböku er val um þrjá liti, gulan, grænan og bláan, hver litur hefur sinn tilgang og ákveði...
Twilight Turtle sæt skjaldbaka með harða skel sem varpar stjörnum á veggi herbergisins. Á hverri skjaldböku er val um þrjá liti, gulan, grænan og bláan, hver litur hefur sinn tilgang og ákveðin áhrif á okkur. Í skelinni eru svo stjörnumerki og fylgir með stjörnukort og er mjög notalegt að kenna börnum að finna þessi stjörnumerki og geta þau svo dundað sér við það þegar þau liggja og undirbúa svefninn. Ljósið lýsir svo í 45 mínutur og slekkur svo sjálfkrafa á sér svo að það er engin hætta á því að það lýsi alla nóttina.
Við fáum oft til okkar fyrirspurnir þar sem að fólk er að velta því fyrir sér hvort að börn þeirra séu of ung eða of gömul fyrir þetta ljós. Að okkar mati þá er gott að byrja að nota þetta ljós um 3 ára aldur enda eru börnin þá farin að skilja nóg til að hægt sé að sýna þeim stjörnumerkin og fleira. Ljósið hefur samt sem áður reynst foreldrum vel á meðan börn eru yngri t.d. þegar verið er að líta á barnið örstutt en maður vill ekki kveikja ljós. Einnig má segja að maður verður aldrei of gamall fyrir þetta ljós þar sem að það er bæði mjög flott og notalegt. Notendur ljóssins eru því á öllum aldri.
Batterí fylgja með ljósinu þannig að þegar það afhendist þá er það tilbúið til notkunnar.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt