Vörumynd

Sonar

Það er kominn tími á neðansjávar-eltingaleik, með tveimur liðum sem keppast um að vera fyrri til að skjóta (og hitta) tveimur skotum á andstæðinginn. Í Sonar er hvort lið með tvö kort. Í liði geta ...
Það er kominn tími á neðansjávar-eltingaleik, með tveimur liðum sem keppast um að vera fyrri til að skjóta (og hitta) tveimur skotum á andstæðinginn. Í Sonar er hvort lið með tvö kort. Í liði geta verið einn eða tveir leikmenn, og hvor leikmaður tekur að sér hlutverk kafteinsins eða loftskeytamannsins. (Þegar leikmaður er einn í liði tekur hann að sér bæði hlutverkin). Á milli liðanna er sett skilrúm, og hvor kafteinn merkir byrjunarpunkt sinn á kortið sitt. Þegar lið á að gera, þá segir kafteinninn hvað hann vill gera, yfirleitt sigla áfram til norðurs, suðurs, austurs eða vesturs. Þegar það er gerst þá merkir hann nýju staðsetninguna sína á kortið og bætir einni orku í skipsskrána. Loftskeytamaður hins liðsins skráir hreyfinguna á plastfilmu og með afleiðsluaðferð reynir hann að finna út hvar hitt liðið er. Í stað þess að sigla getur kafteinninn líka ákveðið að: Nota sónarinn: Eyddu tveimur af orku úr skránni; hitt liðið verður að segja í hvaða röð eða dálki það er. Sigla í hljóði: Eyðir þremur af orku úr skránni; hreyfðu kafbátinn, en ekki skrá orku og ekki segja anstæðingunum hvert þú siglir. Skjóta tundurdufli: Eyddu fjórum af orku úr skránni; segðu hnitin sem þú skýtur á (t.d. F6); ef andstæðingurinn er á því svæði, þá tekur hann einn í skaða. Fara upp á yfirborðið: Tilkynntu staðsetninguna þína til hins liðsins, eyddu svo fyrri leiðum þínum af kortinu; þú mátt nefnilega ekki fara yfir eigin siglingaleið í spilinu, svo stundum þarf að fara á yfirborðið ef maður hefur málað sig út í horn. Þú mátt mest hafa fjóra af orku í birgðunum þínum, svo þú þarft að halda vel utan um hreyfingar og aðrar aðgerðir svo þú getir skotið á andstæðinginn þegar þú telur þig vita hvar hann er — helst án þess að fá á þig skot á móti! https://youtu.be/g3RXxXT77fQ

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Spilavinir
    Til á lager
    7.830 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt