Vörumynd

NMBR 9

Tölur eru einskins virði í NMBR 9 ef þær liggja á borðinu, þær verða að vera fyrir ofan það til að gera sig gildar. Spilið inniheldur tuttugu spil með tveimur settum af tölunum 0-9; hver tala er samsett úr litlum ferningum. Þegar spilin hafa verið stokkuð er efsta spilinu snúið við. Hver leikmaður fær eintak af tölunni sem upp kom og setur á borðið. Með hverju spili sem dregið er taka leikmenn vi…
Tölur eru einskins virði í NMBR 9 ef þær liggja á borðinu, þær verða að vera fyrir ofan það til að gera sig gildar. Spilið inniheldur tuttugu spil með tveimur settum af tölunum 0-9; hver tala er samsett úr litlum ferningum. Þegar spilin hafa verið stokkuð er efsta spilinu snúið við. Hver leikmaður fær eintak af tölunni sem upp kom og setur á borðið. Með hverju spili sem dregið er taka leikmenn viðeigandi tölu og púsla við það sem þegar er komið hjá sér. Hver leikmaður sér um sína eigin byggingu. Nýja flísin þarf að snerta að minnsta kosti eina flís sem er á borðinu (horn í horn gildir ekki). Einnig má setja flís ofan á tvær eða fleiri flísar, svo lengi sem flísin er ekki sett yfir gat; að auki þurfa nýjar flísar á þeirri hæð bæði að snerta þá sem var fyrir, og leggjast ofan á tvær eða fleiri flísar (og ekki yfir gat). Þegar öll spilin hafa verið dregin eru stigin gefin. Neðstu flísarnar eru margfaldaðar með núlli, flísarnar ofan á þeim með einum, svo tveimur og koll af kolli. Leikmaðurinn sem fær flest stig vinnur spilið. VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR 2017 Meeples' Choice - Tilnefning 2017 Golden Geek Most Innovative Board Game - Tilnefning 2017 Golden Geek Best Family Board Game - Tilnefning https://youtu.be/PVvEuUPEQLQ

Verslaðu hér

  • Spilavinir
    Spilavinir ehf 553 3450 Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.