Vörumynd

Nusfjord

Nusfjord er nýtt spil frá sama hönnuði og gerði Patchwork , Indian Summer og Cottage Garden . Nusfjord, sem í dag er rólegt lítið og fallegt fiskiþorp, var einu sinni umsvifamikil fiskveiðistöð, me...
Nusfjord er nýtt spil frá sama hönnuði og gerði Patchwork , Indian Summer og Cottage Garden . Nusfjord, sem í dag er rólegt lítið og fallegt fiskiþorp, var einu sinni umsvifamikil fiskveiðistöð, með fjörðinn fullan af veiðiskipum. Í spilinu ert þú eigandi stórrar fiskvinnslu í Nusfjord og þarft að þróa höfnina og landið í kring um hana. Það gerir þú með því að stækka flotann þinn, fella skóginn, bygga byggingar, og gera vel við öldungana sem stjórna á bak við tjöldin. Á sama tíma, eru aðrir leikmenn að reyna hið sama, svo samkeppnin er hörð. Spilið byggir á að nota vinnumenn eins vel og hægt er, og eignast pening til að framkvæma hluti. Þú gætir selt hlutabréf í þínu fyrirtæki, en þá gætu aðrir grætt á velgengni þinni. Allir sækjast eftir aflanum þínum, svo þú verður að gæta þess vel hvernig þú deilir honum út, annars gætir þú endað uppi alls laus — í fiskiplássi á Norður Noregi.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt