Vörumynd

My Little Scythe

Scythe
My Little Scythe er samkeppnisspil fyrir fjölskylduna, þar sem hver leikmaður stýrir 2 dýrum í litlu ævintýri í Eplaríkinu. Til að sigra spilið þurfa leikmenn að fá verðlaun í 4 af 8 flokkum sem í ...
My Little Scythe er samkeppnisspil fyrir fjölskylduna, þar sem hver leikmaður stýrir 2 dýrum í litlu ævintýri í Eplaríkinu. Til að sigra spilið þurfa leikmenn að fá verðlaun í 4 af 8 flokkum sem í boði eru. Í hverri umferð velja leikmenn hvort þeir ætli að hreyfa, leita og skapa. Þannig geta leikmenn bætt við sig í vináttu og bökum, uppfært aðgerðirnar sínar, lært töfraþulur, skutlast með gimsteina og epli til kastalans, og jafnvel tekið þátt í bökuslag. Gangverk spilsins er byggt á hinu vinsæla Scythe . Sú útgáfa náði athygli Stonemason Games þegar hún var gefin út sem print-and-play árið 2017 (og vann svo BoardGameGeek verðlaun þess árs sem besta print-and-play spilið). VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR 2017 Golden Geek Best Print & Play Board Game - Sigurvegari https://youtu.be/AZnqKmNOkb4

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt