Vörumynd

Santorini

Santorini er endurhönnuð útgáfa af abstrakt útgáfu spilsins frá 2004. Frá því spilið varð til í höfði Gordon Hamilton fyrir meira en 30 árum hefur hann haldið áfram að þróa, hanna og fínpússa spili...
Santorini er endurhönnuð útgáfa af abstrakt útgáfu spilsins frá 2004. Frá því spilið varð til í höfði Gordon Hamilton fyrir meira en 30 árum hefur hann haldið áfram að þróa, hanna og fínpússa spilið. Santorini er aðgengilegt kænskuspil, nógu einfalt fyrir grunnskólanema en með dýpt og innihald sem hentar kunnáttufólki í borðspilum. Reglurnar eru einfaldar. Spilið byggist upp af tveimur þrepum: Hreyfa - hreyfðu einn karlanna þinna yfir á næsta reit. Þú mátt hreyfa þá á sömu hæð, upp eina hæð, eða niður eins margar hæðir og þú vilt. Byggja - byggðu byggingu við hlið karlsins sem þú hreyfðir. Þegar bygging er sett ofan á þriðju hæð er hvelfing sett á hana, sem útilokar þann reit frá spilinu. Spilinu lýkur þegar einhver hefur komið karli á þriðju hæð og unnið spilið þar með. Mismunandi guðlegir kraftar - Í Santorini er hægt að bæta yfirnáttúrulegum kröftum í spilið, með 40 guðum og hetjum sem breyta því alveg hvernig spilið spilast. VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR 2018 SXSW Tabletop Game of the Year - Tilnefning 2018 Spiel des Jahres - Meðmæli 2018 Origins Awards Best Board Game - Tilnefning 2017 International Gamers Award - General Strategy: Tveggja leikmanna tilnefning https://youtu.be/szQTJPVyT3w https://youtu.be/H7oRu8QuEMc

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt