Vörumynd

Spyfall 2

Spyfall   er partýspil sem á sér engan líka. Einn leikmaður er njósnari og hinir eru að reyna að finna hann. Allir fá spil með stað. Staðurinn getur verið geimskip, skemmtiferðaskip, spilavíti eða ...
Spyfall   er partýspil sem á sér engan líka. Einn leikmaður er njósnari og hinir eru að reyna að finna hann. Allir fá spil með stað. Staðurinn getur verið geimskip, skemmtiferðaskip, spilavíti eða háskóli. Nema njósnarinn, – hann fær bara spil sem á stendur að hann sé njósnarinn. Leikmenn skiptast á að spyrja hvern annan spurninga í von um að finna út hver það er sem hefur enga hugmynd um staðinn sem allir eru á. Á meðan er njósnarinn að reyna að púsla saman líklegri staðsetningu miðað við spurningar og svör hinna leikmannanna. Þetta er partýspil sem allir verða að prófa. Spyfall 2 er eins og Spyfall , fyrir utan tvo mikilvæga hluti: Það eru fleiri spil, svo núna geta 12 spilað í stað 8. Það geta verið tveir njósnarar á hverjum stað, sem gerir spilið erfiðara fyrir ekki-njósnarana. VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR 2017 Golden Geek Best Party Game - Tilnefning

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Spilavinir
    Til á lager
    4.980 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt