Vörumynd

King of the Dice

King
Loksins ertu kóngur! Allir draumar þínir hafa ræst. Þú situr makindalega í kastalanum þínum og lítur út yfir dásamlegt konungsríki þitt. Grænir hagar, smjör drýpur af hverju strái, há fjöll og tæra...
Loksins ertu kóngur! Allir draumar þínir hafa ræst. Þú situr makindalega í kastalanum þínum og lítur út yfir dásamlegt konungsríki þitt. Grænir hagar, smjör drýpur af hverju strái, há fjöll og tærar ár teygja sig eins langt og augað eygir … en eitt vantar í ríki þitt: þegna! Svo þú ferð að hrópa kosti konungsríkisins yfir allt landið — í ríku borgunum, til klikkuðu dverganna í vinnustofunum sínum og í námunum, og líka til orkanna, álfanna og lærlinga töframannsins. En það er ekki auðvelt að sannfæra þau; aðrir kóngar eru líka að reyna að daðra þau til sín. Þess vegna þarft þú að beita öllum þínum hæfileikum og heppni til að tæla bestu þegnana til konungsríkisins þíns. En gættu þín á þorpsfíflunum og drekunum. Þau eyðileggja ríki þitt og neyða þig til að horfa upp á einhvern annan vera krýndan Konung Teninganna! Einfalt og skemmtilegt teningaspil sem byggir á gangverki Yahtzee. https://youtu.be/5jTd-cEjCGs

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Spilavinir
    Til á lager
    3.780 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt