Vörumynd

Clue: Harry Potter

Skemmtilegt, klassískt spil fært á glæsilegan hátt í Harry Potter búning. Einhver hefur framið myrkan galdur í Hogwarts. Leikmenn bregða sér í gervi Harry, Ron, Hermione, Ginny, Luna eða Neville og...
Skemmtilegt, klassískt spil fært á glæsilegan hátt í Harry Potter búning. Einhver hefur framið myrkan galdur í Hogwarts. Leikmenn bregða sér í gervi Harry, Ron, Hermione, Ginny, Luna eða Neville og reyna að komast að því hver framdi galdurinn, hvaða galdur var framinn og hvar ráðist var á samnemanda. Var það Draco Malfoy með svefngaldur í Ugluherberginu? Ferðist um Hogwarts og gerið tilgátur, en gætið ykkar! Skífur á leikborðinu breyta því og opna ýmist fyrir leynileiðir, falda stigaganga eða jafnvel hið myrka tákn. Þegar einhver telur sig hafa safnað öllum upplýsingum sem þarf til að leysa gátuna, þá er haldið til Dumbledor, ákært, og ef það er rétt hefur sigur unnist. Í þessari útgáfu eru ýmsar viðbætur sem færa það nær Harry Potter heiminum. Fyrst skal nefna leikborðið sem breytist í sífellu. Þegar þú átt leik, þá rúllarðu þremur teningum, tveimur venjulegum og einum sérstökum sem sýnir deildirnar fjórar í Hogwarts. Sá leyfir leikmönnum að breyta borðinu með því að opna/loka hurðum, breyta leynileiðum, sýna myrka táknið (sem fær deild til að missa stig), eða fá hjálparspil. Deildarstigin eru önnur breyting. Nú getur leikmaður unnið, eða allir tapað og myrka hliðin unnið, með því að fá deildarstig allra leikmanna. Tvær aðrar spilategundir eru þriðja nýjungin. Þar eru spil sem eru hlutir, vinir og galdrar. Þau eru notuð til að slást við hin spilin, Myrka stokkinn. Myrku spilin hafa áhrif á leikmenn á ákveðnum stöðum og þeir leikmenn verða að geta brugðist við með réttum spilum eða missa deildarstig. Heilt yfir er þetta sama spil og hið hefðbundna Clue, en nýjungarnar breyta einmitt nógu miklu til að gera þetta spil einstakt. Spilið hentar bæði fyrir fólk sem hefur gaman af Clue, og þeim sem elska Harry Potter.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt