Vörumynd

Clans of Caledonia

Clans of Caledonia er miðlungsþungt spil sem gerist í Skotlandi á 18. öld. Á þessum tíma var Skotland að þróast úr bændasamfélagi í iðnaðarsamfélag sem reiðir sig á viðskipti og útflutning. Matvæla...
Clans of Caledonia er miðlungsþungt spil sem gerist í Skotlandi á 18. öld. Á þessum tíma var Skotland að þróast úr bændasamfélagi í iðnaðarsamfélag sem reiðir sig á viðskipti og útflutning. Matvælaframleiðsla jókst gífurlega á þessum tíma til að fæða sístækkandi þjóð. Í stað líns kom ódýr bómull, og sauðkindin fékk aukið mikilvægi. Brugghúsum fjölgaði og viskí varð að einum helsta áfenga drykk Evrópu. Leikmenn taka að sér að leiða ættbálka sem hver hefur sína eiginleika og keppast um að framleiða, versla með og flytja út vörur frá bændum, og auðvitað viskí! Spilaðar eru fimm umferðir, þar sem hver umferð er tekin í þremur hlutum: Leikmenn framkvæma aðgerðir Framleiðsla á sér stað Umferðin skoruð 1. Leikmenn skiptast á um að framkvæma eina af átta aðgerðum: byggja, uppfæra, versla, og flytja út. Þegar leikmönnum vantar pening, þá segja þeir pass og fá "pass" bónus. 2. Þegar framleiðslan á sér stað, þá fá leikmenn aðföngin sín, og pening fyrir það sem þeir byggja. Hver eining sem byggð er sést á mottu hvers leikmanns. Unnar vörur krefjast grunn-aðfanga. 3. Leikmenn fá stig út frá breytilegu skori umferðarinnar. Í spilinu eru átta mismunandi ættbálkar, spilaborð með 16 mismunandi samsetningum, átta hafnarbónusum og átta skorflísum. VERÐLAUN OG TILNEFNINGAR 2017 Golden Geek Board Game of the Year - Tilnefning 2017 Golden Geek Best Strategy Board Game - Tilnefning 2017 Cardboard Republic Architect Laurel - Tilnefning https://youtu.be/N9cFY2CWwSg

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Spilavinir
    10.820 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt