Vörumynd

Carcassonne (ísl.)

Carcassonne er einfalt og snjallt borðspil, þar sem þátttakendur mæta nýjum áskorunum í hverjum leik. Landslagið í Carcassonne er mótað með því að leggja niður flísar og raða þeim saman. Svæðið stækkar með hverri umferð og borgir, klaustur, vegir og akrar verða til. Með aðstoð föruneytis (þegna) í formi munka, riddara, ræningja og bænda, tryggja þátttakendur yfirráð sín á landinu og sópa þannig t…
Carcassonne er einfalt og snjallt borðspil, þar sem þátttakendur mæta nýjum áskorunum í hverjum leik. Landslagið í Carcassonne er mótað með því að leggja niður flísar og raða þeim saman. Svæðið stækkar með hverri umferð og borgir, klaustur, vegir og akrar verða til. Með aðstoð föruneytis (þegna) í formi munka, riddara, ræningja og bænda, tryggja þátttakendur yfirráð sín á landinu og sópa þannig til sín sem flestum stigum. Þar sem föruneyti hvers þátttakanda er fáliðað, þarf að beita því af leikni. Gæta þarf þess að hafa nægu föruneyti á að skipa þegar leikurinn æsist. Carcassonne hentar einstaklega vel fyrir tvo leikmenn. Lítinn undirbúning þarf fyrir spilið og auðvelt að setja nýja leikmenn inn í spilið og reglur þess. Síðan getur spilið vaxið og vaxið þar sem margar viðbætur eru til við Carcassonne. Umfjöllun um Carcassonne á borðspil.is VERÐLAUN OG VIÐURKENNINGAR 2012 Ludo Award Best Board Game Editor's Choice - Sigurvegari 2011 Jocul Anului în România Best Game in Romanian - Úrslit 2004 Vuoden Peli Family Game of the Year - Sigurvegari 2004 Hra roku - Tilnefning 2002 Årets Spel Best Family Game - Sigurvegari 2001 Spiel des Jahres - Sigurvegari 2001 Spiel der Spiele Hit mit Freunden - Meðmæli 2001 Nederlandse Spellenprijs - Tilnefning 2001 International Gamers Awards - General Strategy; Multi-player - Tilnefning 2001 Deutscher Spiele Preis Best Family/Adult Game - Sigurvegari 2000 Meeples' Choice Award https://youtu.be/R1qh-lhxy9s https://youtu.be/G6VpW4Vljr8

Verslaðu hér

  • Spilavinir
    Spilavinir ehf 553 3450 Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt