Vörumynd

Lille Storm - Í veðri

Storm
LilleStorm i als lags vejr Litli Stormur í öllum veðrum er skemmtilegt spil með fræðslugildi fyrir börn á aldrinum 2-6 ára. Markmið spilsins er að finna samstæðar myndir og hvetja til samræðna sem hjálpa börnum að skilja heiminn í kring um sig. Í þessu spili er fjallað um hugtök sem tengjast veðurfari. Litla Storms-spilin tækla þrjár staðreyndir: að 2-6 ára börn sjá heiminn á brotakenndan hátt, a…
LilleStorm i als lags vejr Litli Stormur í öllum veðrum er skemmtilegt spil með fræðslugildi fyrir börn á aldrinum 2-6 ára. Markmið spilsins er að finna samstæðar myndir og hvetja til samræðna sem hjálpa börnum að skilja heiminn í kring um sig. Í þessu spili er fjallað um hugtök sem tengjast veðurfari. Litla Storms-spilin tækla þrjár staðreyndir: að 2-6 ára börn sjá heiminn á brotakenndan hátt, að þau þurfa endurtekningu og að tímaskynjun þeirra er á frumstigi. Litli Stormur sjálfur er forvitin persóna. Hann er frumlegur og er nokkurs konar spegill fyrir börnin. Litla Storms-spilin gefa börnum færi á að setja í orð það sem sýnt er á spjöldunum og spilunum, sem snýst allt um aðstæður sem barnið þekkir eða þarf að vera undirbúið fyrir, atburði og kringumstæður sem þeim gæti þótt erfitt að skilja. Sem sagt: Litla Storms-spilin gera óhlutstæða hluti í lífi barnsins nákvæma og auðskiljanlega. Four Esses er skapandi danskt fyrirtæki sem hefur framleitt kennsluspil fyrir börn og ungmenni síðan árið 1999. Stofnendur Four Esses eru grafíski hönnuðinn Freddy Møller Andersen og uppeldisfræðingurinn Kristian Dreinø. Nafnið „Four Esses“ vísar til fjögurra danskra orða sem byrja öll á „S“. Þessi fjögur orð þýða félagslegur skilningur, samvinna, samstarf og skemmtun og eru þau fyrirtækjastefna Four Esses. Freddy og Kristian þróa hvert og eitt spil sem þessi mikilvægu gildi í huga.

Verslaðu hér

  • Spilavinir
    Spilavinir ehf 553 3450 Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt