Vörumynd

Turbino blásturs spil

Turbino er skemmtilegt spil, þar sem þáttakendur eiga að blása á relluna, svo hún lendi á réttum reit.
Í þessu spili þarf að reyna að hafa stjórn á blæstrinum.  Það er auðvelt að kom...
Turbino er skemmtilegt spil, þar sem þáttakendur eiga að blása á relluna, svo hún lendi á réttum reit.
Í þessu spili þarf að reyna að hafa stjórn á blæstrinum.  Það er auðvelt að koma rellunni af stað, en mun erfiðara að stoppa hana þar sem þú vilt !
Þetta spil er skemmtilegt fyrir alla krakka og þá kanski sérstaklea börn sem eiga erfitt með tal.
Í gegnum blásturinn þjálfast börnin í að stjórna önduninni, styrk hennar og svo líka að beita munni og vörum.

2 börn geta spilað og skiptast þau á að gera.  Best er að hafa spilið í góðri hæð, þannig að auðvelt sé að blása á relluna.
Inniheldur:
spilaborð og rellu
hring með myndum á báðum hliðum sem er lagður á spilaborðið
10 gráir gúmmíhringir og 10 appelsínugulir gúmmíhringir
grár taupoki fyrir gráu hringina og appelsínugulur taupoki fyrir appelsínugulu hringina

Leiðbeiningar fyrir þrenns konar leiki fylgja.

3 - 10 ára

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt