Spectrangle, stærðfræðispil 7ára+

Krefjandi og öðruvísi stærðfræðispil fyrir börn 7 ára+.

- Þjálfar samlagningu og margföldun.
- Þjálfar rökræna hugsun og herkænsku.
- S...
Krefjandi og öðruvísi stærðfræðispil fyrir börn 7 ára+.

- Þjálfar samlagningu og margföldun.
- Þjálfar rökræna hugsun og herkænsku.
- Samskipti við aðra.

2- 4 leikmenn

Inniheldur:
- plastbox / geymslubox
- spilaborð (grind) úr plasti
- 36 þríhyrnda spilaplötur með tölustöfum
- 8 „teljara"
- taupoka

Litlu þríhyrningarnir eru settir í taupokann.
Hver leikmaður tekur 4 þríhyrninga og leggur þá á borðið fyrir framan sig.
Hver leikmaður tekur 2 „teljara" í sama lit.

Sá leikmaður sem byrjar, leggur sinn fyrsta þríhyrning á leikborðið og fær þau stig, sem þríhyrningurinn sýnir.
Sá leikmaður færir „teljarann" sinn samkvæmt þeim stigum og dregur annan þríhyrning úr pokanum.

Leikmaður númer 2 setur nú einn þríhyrning út á spilaborðið við hlið þess sem er kominn út.
Hliðar þríhyrninganna sem snertast verða að hafa sama lit.  Tölur þríhyrniganna sem snertast eru lagðar saman
og leikmaðurinn færir sinn „teljara" skv. útkomunni og dregur nýjan þríhyrning úr pokanum

Leikmenn skiptast á að leggja út þríhyrninga og tölur þeirra allra eru lagðar saman og gefa stig samkvæmt því.

- Þegar þríhyrningur lendir á bónus reit (reitur, sem er með tölustaf á) þá er öll samtalan margfölduð
með þeirri tölu sem er á spilaborðinu.
- Hvíti jókerinn getur farið á hvaða lit sem er.
- Ef leikmaður getur ekki sett út þríhyrning, má hann sleppa umferðinni eða skipta út þríhyrning, en
missir þá líka úr umferð.

Spilið klárast þegar allir þríhyrningarnir eru búnir í pokanum, eða þegar enginn getur sett út þrihyrning.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt