Vörumynd

Majesty: For the Realm

Frábært fjölskylduspil frá sama hönnuði og samdi hið vinsæla Splendor. Leikmenn skiptast á að velja til sín þegna í ríkið sitt með það að markmiði að ná sem flestum stigum, og jafnvel klekkja örlít...
Frábært fjölskylduspil frá sama hönnuði og samdi hið vinsæla Splendor. Leikmenn skiptast á að velja til sín þegna í ríkið sitt með það að markmiði að ná sem flestum stigum, og jafnvel klekkja örlítið á andstæðingum sínum í leiðinni. Spil sem er auðvelt að kenna, og rúllar mjög vel. Spilinu lýkur þegar allir leikmenn hafa dregið til sín 12 spil. Þá eru stigin talin, og sá sem náði flestum stigum vinnur spilið. https://youtu.be/mHFgYglhfUM

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt