Vörumynd

Sheriff of Nottingham

Prinsinn er að koma til Nottingham! Leikmenn í hlutverki kaupmanna sjá komu hans sem tækifæri fyrir skjótfengan gróða með því að selja vörur sínar í borginni sem iðar af lífi vegna komu hans. En þa...
Prinsinn er að koma til Nottingham! Leikmenn í hlutverki kaupmanna sjá komu hans sem tækifæri fyrir skjótfengan gróða með því að selja vörur sínar í borginni sem iðar af lífi vegna komu hans. En það er hængur á. Leikmenn þurfa fyrst að koma vörum sínum inn um borgarhliðið, en það er vaktað gaumgæfilega af fógetanum í Nottingham. Ætlarðu að taka öruggu leiðina og flytja aðeins inn löglegar vörur til að selja eða smygla inn ólöglegum varningi í von um að verða ekki gripinn. Það er vissara að kunna að ljúga þá því fógetinn gerir allt upptækt sem hann getur og setur háar sektir á menn sem reyna að lauma vörum inn í borgina framhjá honum. Leikmenn skiptast á að vera í hlutverki fógetans. Kaupmennirnir setja vörurnar sem þær ætla með inn í borgina í sérstakan poka sem þeir afhenda síðan fógetanum. Fógetinn getur síðan ákveðið að leita í pokanum hjá hverjum leikmanni. Ef hann finnur eitthvað ólöglegt eða stendur leikmann að því að ljúga að sér þá innheimtir hann sekt en ef fógetinn leitar í poka og finnur ekkert athugavert þá þarf hann að greiða leikmanninum skaðabætur fyrir óþægindinn. Verður þú heiðvirður kaupmaður? Muntu múta fógetanum með gulli til að sleppa í gegn eða jafnvel borga honum fyrir að leita hjá keppinautunum?
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt