Vörumynd

Ástríkur og Víkingarnir

Liðin eru þrjátíu ár síðan Ástríkur og Steinríkur létu sjá sig síðast við borð landsmanna og skemmtu rækilega. Á meðan gátu Frakkar og aðrar þjóðir fylgst með ævintýrum þeirra kumpána. Froskur útgá...
Liðin eru þrjátíu ár síðan Ástríkur og Steinríkur létu sjá sig síðast við borð landsmanna og skemmtu rækilega. Á meðan gátu Frakkar og aðrar þjóðir fylgst með ævintýrum þeirra kumpána. Froskur útgáfa er stolt að geta boðið upp á nýja seríu um ævintýri þessara rúmfreku en frækilegu gaulverja. Útgáfan á seríunni mun byrja smátt og smátt en Ástríkur og víkingarnir verður fyrsta bókin í röðinni. Stórskemmtileg lesning þar sem við fáum að kynnast þessum hræðilegu Norðmönnum. Eru þetta ragnarök ? Ó nei, þeir eru landkönnuðir sem vilja vita allt. Þeir koma til að læra. Þetta er nefnilega námsferð. Ferð til að læra ótta ! Til þess nema þeir land á strönd smá þorps í Armoríku og ræna meistari meistaranna í hræðslu ! Ótrúlegt en satt. Því miður tekur kennslan öðruvísi stefnu en óskað var.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt